Staðfestu öll brot Svens á auglýsingabanni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2024 09:54 Svens rekur fjölda nikótínpúðaverslana. Þessi er í Borgartúni í Reykjavík. Vísir/Egill Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu að Svens braut gegn auglýsingabanni gegn nikótínvörum með auglýsingum á samfélagsmiðlum og með merkingum á verslunum og bílum félagsins. Það var sumarið 2023 sem Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar nikótínpúðaverslunarsinnar hefðu verið ólögmætar og fékk fyrirtækið fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Örsmátt letur um nikótínleysi Annars vegar var um að ræða auglýsingu af fígúrunni Sven, hinum ljóshærða karlmanni í bláum bol með svört gleraugu, dansandi með nikótínpúða undir vörinni og með púðadós í annari hendi. Yfirskriftin var „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar var það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið var að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Eigendur Svens ákváðu að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Kristján Ra. Kristjánsson, sem á fjörutíu prósenta hlut í félaginu sagðist vilja fá efnislega niðurstöðu í málið. Eigendurnir myndu ekki hika við að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Auk Kristjáns á Ragnar Orri Benediktsson 40 prósenta hlut í fyrirtækinu og Matthías Björnsson 20 prósent. Auglýsingarnar verði að vera skýrar Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála segir að nefndin telji meðalhófs hafa verið gætt við setningu laga sem banna auglýsingar á nikótínvörum þrátt fyrir að tjáningarfrelsi Svens og annarra sem selja nikótínvörur hafi verið skert. Ákvörðun Neytendastofu snúi að kynningu á vörum sem innihaldi ekki nikótín og við skýringu á ákvæðum laganna þurfi að líta til þess að þau feli í sér takmörkun á stjórnarskrárbundnum réttindum. Þrátt fyrir það verði einnig að gera ákveðnar kröfur um að ekki fari á milli mála að þær vörur sem auglýstar eru falli utan auglýsingabannsins. Auglýsingar sem geti átt við um bæði nikótínvörur og nikótínlausar vörur verði því taldar falla undir bannið. Þá segir nefndin að auglýsingar Svens séu ekki nægjanlega skýrar um að auglýstar vörur séu nikótínlausar. Því brjóti þær gegn auglýsingabanni. Háttsemi Svens brjóti í bága við góða viðskiptahætti. Var ákvörðun Neytendastofu staðfest að öllu leyti. Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Það var sumarið 2023 sem Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingar nikótínpúðaverslunarsinnar hefðu verið ólögmætar og fékk fyrirtækið fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Örsmátt letur um nikótínleysi Annars vegar var um að ræða auglýsingu af fígúrunni Sven, hinum ljóshærða karlmanni í bláum bol með svört gleraugu, dansandi með nikótínpúða undir vörinni og með púðadós í annari hendi. Yfirskriftin var „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar var það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið var að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Eigendur Svens ákváðu að kæra ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndarinnar. Kristján Ra. Kristjánsson, sem á fjörutíu prósenta hlut í félaginu sagðist vilja fá efnislega niðurstöðu í málið. Eigendurnir myndu ekki hika við að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Auk Kristjáns á Ragnar Orri Benediktsson 40 prósenta hlut í fyrirtækinu og Matthías Björnsson 20 prósent. Auglýsingarnar verði að vera skýrar Í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála segir að nefndin telji meðalhófs hafa verið gætt við setningu laga sem banna auglýsingar á nikótínvörum þrátt fyrir að tjáningarfrelsi Svens og annarra sem selja nikótínvörur hafi verið skert. Ákvörðun Neytendastofu snúi að kynningu á vörum sem innihaldi ekki nikótín og við skýringu á ákvæðum laganna þurfi að líta til þess að þau feli í sér takmörkun á stjórnarskrárbundnum réttindum. Þrátt fyrir það verði einnig að gera ákveðnar kröfur um að ekki fari á milli mála að þær vörur sem auglýstar eru falli utan auglýsingabannsins. Auglýsingar sem geti átt við um bæði nikótínvörur og nikótínlausar vörur verði því taldar falla undir bannið. Þá segir nefndin að auglýsingar Svens séu ekki nægjanlega skýrar um að auglýstar vörur séu nikótínlausar. Því brjóti þær gegn auglýsingabanni. Háttsemi Svens brjóti í bága við góða viðskiptahætti. Var ákvörðun Neytendastofu staðfest að öllu leyti.
Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32
Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. 31. júlí 2023 09:38