Orri og Alex í hóp gegn Man. City í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 14:46 Orri Steinn Óskarsson hefur meðal annars spilað á Old Trafford og Allianz Arena í vetur. Getty/Richard Sellers Mögulegt er að Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik fyrir FC Kaupmannahöfn í kvöld og Orri Steinn Óskarsson er einnig í leikmannahópi liðsins, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira