Forsetahjónin fagna sprengidegi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 13:45 Saltkjöt og baunir, túkall! Eliza Reid Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. „Gleðilegan sprengidag! Við Guðni þökkum Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir gómsætt saltkjöt og baunir og hlýjar móttökur,“ segir í færslu Elizu á Facebook. Ekki annað að sjá en að hamingjan leiki við Bessastaðahjónin. Guðni tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til forseta Íslands þegar kjörtímabilið rennur út í sumar. Þau Eliza hefðu ákveðið að verja lífinu með öðrum hætti. Eliza hefur verið á faraldsfæti og er tiltölulega nýkomin heim frá bókmenntahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrir vikið var hennar sárt saknað á þorrablóti Álftnesinga á dögunum þangað sem Guðni mætti ásamt starfsfólki á Bessastöðum. Hjónin eru að byggja sér fallegt einbýlishús í Garðabæ og styttist óðum í venjulegt fjölskyldulíf, mögulega öllu rólegra og rómantískara en í hlutverkum sínum fyrir hönd lands og þjóðar. Guðni varð yngsti forseti Íslandssögunnar þegar hann tók við embætti 1. ágúst 2016, þá 48 ára. Eliza er átta árum yngri, var fertug á þeim tímamótum og um leið yngsti maki forseta. Eliza, sem er frá Kanada, og Guðni kynntust í námi við Oxford háskóla á Englandi. Þau eiga fjögur börn saman á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðni átti fyrir dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni. Guðni og Eliza fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli sínu í júlí en þau giftu sig árið 2004. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sprengidagur Tengdar fréttir Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
„Gleðilegan sprengidag! Við Guðni þökkum Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu fyrir gómsætt saltkjöt og baunir og hlýjar móttökur,“ segir í færslu Elizu á Facebook. Ekki annað að sjá en að hamingjan leiki við Bessastaðahjónin. Guðni tilkynnti nokkuð óvænt í áramótaávarpi sínu á nýársdag að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri til forseta Íslands þegar kjörtímabilið rennur út í sumar. Þau Eliza hefðu ákveðið að verja lífinu með öðrum hætti. Eliza hefur verið á faraldsfæti og er tiltölulega nýkomin heim frá bókmenntahátíð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Fyrir vikið var hennar sárt saknað á þorrablóti Álftnesinga á dögunum þangað sem Guðni mætti ásamt starfsfólki á Bessastöðum. Hjónin eru að byggja sér fallegt einbýlishús í Garðabæ og styttist óðum í venjulegt fjölskyldulíf, mögulega öllu rólegra og rómantískara en í hlutverkum sínum fyrir hönd lands og þjóðar. Guðni varð yngsti forseti Íslandssögunnar þegar hann tók við embætti 1. ágúst 2016, þá 48 ára. Eliza er átta árum yngri, var fertug á þeim tímamótum og um leið yngsti maki forseta. Eliza, sem er frá Kanada, og Guðni kynntust í námi við Oxford háskóla á Englandi. Þau eiga fjögur börn saman á aldrinum ellefu til sextán ára. Guðni átti fyrir dótturina Rut með fyrri eiginkonu sinni. Guðni og Eliza fagna tuttugu ára brúðkaupsafmæli sínu í júlí en þau giftu sig árið 2004.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Sprengidagur Tengdar fréttir Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12 Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1. janúar 2024 14:12