Lennon hættur eftir hundrað mörk: „Ekki eitthvað sem ég planaði“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 15:30 Steven Lennon er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar. vísir/Hulda Margrét Skoski knattspyrnumaðurinn Steven Lennon, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, er hættur að spila fótbolta og hefur snúið sér að þjálfun. Lennon greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta síns ferils sem byrjaði þó hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, og enn sá markahæsti af þeim erlendu. Hann skoraði alls 101 mark og er tveimur mörkum fyrir ofan danska Valsmanninn Patrick Pedersen. Lennon er ásamt Guðmundi Steinssyni í 4.-5. sæti yfir markahæstu menn efstu deildar, en Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti með 131 mark. Í viðtali við Fótbolta.net kveðst Lennon ekki hafa haft í hyggju að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, sem hann lauk sem lánsmaður frá FH hjá Þrótti. Hann skoraði sigurmark í lokaleik sínum, gegn Aftureldingu, þegar Þróttarar tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Steven Lennon hefur fagnað alls 101 marki í efstu deild á Íslandi.vísir/Daníel „Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið,“ segir Lennon sem hefur snúið sér að þjálfun yngri flokka í FH. „Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera,“ segir Lennon. Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar hjá Fram. Þar var hann í þrjú ár en fór svo til FH þar sem hann spilaði í heilan áratug en síðustu mánuði ferilsins var hann að láni hjá Þrótti eins og fyrr segir. Besta deild karla FH Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Lennon greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta síns ferils sem byrjaði þó hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, og enn sá markahæsti af þeim erlendu. Hann skoraði alls 101 mark og er tveimur mörkum fyrir ofan danska Valsmanninn Patrick Pedersen. Lennon er ásamt Guðmundi Steinssyni í 4.-5. sæti yfir markahæstu menn efstu deildar, en Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti með 131 mark. Í viðtali við Fótbolta.net kveðst Lennon ekki hafa haft í hyggju að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, sem hann lauk sem lánsmaður frá FH hjá Þrótti. Hann skoraði sigurmark í lokaleik sínum, gegn Aftureldingu, þegar Þróttarar tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Steven Lennon hefur fagnað alls 101 marki í efstu deild á Íslandi.vísir/Daníel „Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið,“ segir Lennon sem hefur snúið sér að þjálfun yngri flokka í FH. „Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera,“ segir Lennon. Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar hjá Fram. Þar var hann í þrjú ár en fór svo til FH þar sem hann spilaði í heilan áratug en síðustu mánuði ferilsins var hann að láni hjá Þrótti eins og fyrr segir.
Besta deild karla FH Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Enski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FHL | Framarar geta bjargað sér Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Leik lokið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn