Hvetja til aukinnar hernaðaruppbyggingar Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2024 19:41 Donald Tusk nýkjörinn forsætisráðherra Póllands og Olaf Scholz kanslari Þýskalands segja Evrópu þurfa að stórauka hergagnaframleiðslu sína. AP/Ebrahim Norooz Forsætisráðherra Póllands og kanslari Þýskalands hvetja til tafarlausrar og aukinnar hernaðaruppbyggingar og samvinnu Evrópuríkja til að bregðast við útþenslustefnu Rússa. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkt loks aukna aðstoð við Úkraínu í gærkvöldi. Donald Tusk nýr forsætisráðherra Póllands heimsótti Olaf Scholz kanslara Þýskalands í gær. Báðir hvetja þeir til þess að herða á hergagnaframleiðslu ríkja Evrópusambandsins og aukins samstarfs þeirra í varnarmálum. Leiðtogarnir brugðust báðir hart við yfirlýsingum Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um helgina, þar sem hann sagðist hvetja Rússa til að ráðast á öll ríki Evrópu sem ekki hefðu sett að minnsta kosti tvö prósent þjóðarframleiðslu sinnar til varnarmála og Bandaríkin myndu ekki verja þau mætti hann ráða. „Loforð NATO um vernd eru ótakmörkuð: Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Ég vil taka skýrt fram af eftirfarandi ástæðum: öll skrumskæling stuðnings- ábyrgðar NATO er fyrirhyggjulaus og hættuleg og er í þágu Rússa einna. Enginn getur leikið sér að eða „samið“ um öryggi Evrópu," sagði Scholz. Donald Tusk og Olaf Scholz fordæmdu ummæli Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um varnir Evrópu og NATO.AP/Ebrahim Noroozi Forsætisráðherra Póllands sagði Pólverja vilja efla loftvarnir sínar til mikilla muna á næstu mánuðum og stórauka þyrfti framleiðslu á skotfærum í Evrópu. Ekki einungis til aðstoðar Úkraínu heldur til að auka varnarmátt Evrópu. „Þessi orð Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ættu að virka sem blaut tuska í andlit allra þeirra sem hundsa sífellt þessa stöðugu ógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Við þurfum auðvitað að standa á eigin fótum og treysta enn á fullt samstarf við Bandaríkin. En Evrópa verður að gera meira til að tryggja öryggi sitt," sagði Tusk. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir aðstoð Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu með Chuck Schumer forseta öldungadeildarinnar og Mitch McConnell leiðtoga Republikana í heimsókn sinni til Bandaríkjanna hinn 12. desember.AP/J. Scott Applewhite Bandaríska öldungadeildin samþykkti loksins í gærkvöldi frumvarp um hernaðaraðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taivan upp á 95 milljarða dollara, þar af 60 milljarða til Úkraínu.Fámennur hópur Republikana kom lengi vel í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarpið sem var að lokum samþykkt með atkvæðum Demókrata og tólf öldungardeildarþingmanna Republikana. „Það eru vissulega mörg ár, kannski áratugir síðan öldungadeildin samþykkti frumvarp sem hefur svo mikil áhrif, ekki bara á þjóðaröryggi okkar, ekki bara öryggi bandamanna okkar heldur einnig á öryggi vestrænna lýðræðisríkja," sagði Schumer. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fagnaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í daglegu kvöldávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi: „Ég þakkað Chuck Schumer forseta öldungadeildarinnar og Mitch McConnell leiðtoga Republikana í deildinni fyrir þrautseigju þeirra og siðferðislega afstöðu. Lýðræðið mun örugglega hafa sigur. Ég þakka öllum þeim 70 öldungardeildarþingmönnum sem tryggðu framgang málsins. Þetta var fyrsta skrefið, næsta skref er að koma málinu í gegnum fulltrúadeildina. Við reiknum með jákvæðri niðurstöðu,“ sagði Zelensky. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06 Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Donald Tusk nýr forsætisráðherra Póllands heimsótti Olaf Scholz kanslara Þýskalands í gær. Báðir hvetja þeir til þess að herða á hergagnaframleiðslu ríkja Evrópusambandsins og aukins samstarfs þeirra í varnarmálum. Leiðtogarnir brugðust báðir hart við yfirlýsingum Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um helgina, þar sem hann sagðist hvetja Rússa til að ráðast á öll ríki Evrópu sem ekki hefðu sett að minnsta kosti tvö prósent þjóðarframleiðslu sinnar til varnarmála og Bandaríkin myndu ekki verja þau mætti hann ráða. „Loforð NATO um vernd eru ótakmörkuð: Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Ég vil taka skýrt fram af eftirfarandi ástæðum: öll skrumskæling stuðnings- ábyrgðar NATO er fyrirhyggjulaus og hættuleg og er í þágu Rússa einna. Enginn getur leikið sér að eða „samið“ um öryggi Evrópu," sagði Scholz. Donald Tusk og Olaf Scholz fordæmdu ummæli Donalds Trumps fyrrverandi forseta Bandaríkjanna um varnir Evrópu og NATO.AP/Ebrahim Noroozi Forsætisráðherra Póllands sagði Pólverja vilja efla loftvarnir sínar til mikilla muna á næstu mánuðum og stórauka þyrfti framleiðslu á skotfærum í Evrópu. Ekki einungis til aðstoðar Úkraínu heldur til að auka varnarmátt Evrópu. „Þessi orð Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ættu að virka sem blaut tuska í andlit allra þeirra sem hundsa sífellt þessa stöðugu ógn sem Evrópa stendur frammi fyrir. Við þurfum auðvitað að standa á eigin fótum og treysta enn á fullt samstarf við Bandaríkin. En Evrópa verður að gera meira til að tryggja öryggi sitt," sagði Tusk. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkir aðstoð Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu með Chuck Schumer forseta öldungadeildarinnar og Mitch McConnell leiðtoga Republikana í heimsókn sinni til Bandaríkjanna hinn 12. desember.AP/J. Scott Applewhite Bandaríska öldungadeildin samþykkti loksins í gærkvöldi frumvarp um hernaðaraðstoð við Úkraínu, Ísrael og Taivan upp á 95 milljarða dollara, þar af 60 milljarða til Úkraínu.Fámennur hópur Republikana kom lengi vel í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarpið sem var að lokum samþykkt með atkvæðum Demókrata og tólf öldungardeildarþingmanna Republikana. „Það eru vissulega mörg ár, kannski áratugir síðan öldungadeildin samþykkti frumvarp sem hefur svo mikil áhrif, ekki bara á þjóðaröryggi okkar, ekki bara öryggi bandamanna okkar heldur einnig á öryggi vestrænna lýðræðisríkja," sagði Schumer. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fagnaði niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar í daglegu kvöldávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi: „Ég þakkað Chuck Schumer forseta öldungadeildarinnar og Mitch McConnell leiðtoga Republikana í deildinni fyrir þrautseigju þeirra og siðferðislega afstöðu. Lýðræðið mun örugglega hafa sigur. Ég þakka öllum þeim 70 öldungardeildarþingmönnum sem tryggðu framgang málsins. Þetta var fyrsta skrefið, næsta skref er að koma málinu í gegnum fulltrúadeildina. Við reiknum með jákvæðri niðurstöðu,“ sagði Zelensky.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Tengdar fréttir Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06 Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28 Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum Armin Papperger, forstjóri vopnaframleiðandans Rheinmetall, segir það munu taka Evrópu tíu ár að ná vopnum sínum á ný. Hann segir skotfærabirgðir álfunnar á þrotum. 13. febrúar 2024 09:06
Hlakkar í Rússum vegna heimsóknar Carlson Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022. 7. febrúar 2024 16:28
Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. 1. febrúar 2024 22:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Barátta um skotfæri Nærri því tvö ár eru liðin frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Engar vísbendingar eru um að stríðið muni enda í bráð en staða Úkraínumanna hefur versnað nokkuð á undanförnum mánuðum og má það að miklu leyti rekja til skorts á skotfærum. 25. janúar 2024 08:00