Hlaupaheimurinn í áfalli: „Setning sem hefur ómað í hausnum á mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2024 07:30 Arnar Pétursson er einn besti hlaupari landsins. vísir/arnar Einn besti hlaupari landsins Arnar Pétursson segir að það hafi verið algjört högg í magann þegar hann frétti af því að maraþonhlauparinn Kelvin Kiptum væri látinn. Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“ Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþonhlaupi, lést í bílslysi um helgina, aðeins 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu missti Kiptum stjórn á bíl sínum þegar hann var að keyra í borginni Kaptagat í Keníu. Hann keyrði á tré og lenti svo í skurði. Þjálfari Kiptums lést einnig í bílslysinu og þriðji aðili var fluttur á spítala. „Maður eiginlega bara trúði þessu ekki. Ólympíuleikarnir að koma, hann ný búinn að setja heimsmet og allir að bíða eftir þessu einvígi milli hans og Eliud Kipchoge og þetta er bara búið að fara eins og höggbylgja yfir allt hlaupasamfélagið,“ segir Arnar og heldur áfram. „Ef maður ber þetta saman við aðrar íþrótta, þá væri þetta eins og einhver ungur sem á framtíðina fyrir sér, eins og Kylian Mbappé í fótboltanum. Einhver sem er á leiðinni að verða einn af þeim bestu allra tíma. Hann var nú þegar búinn að ná þvílíkum árangri og möguleikarnir voru miklir. Þetta er risastórt og gríðarlegt högg hvað hefði gerst í framtíðinni.“ Stórhættuleg bílaumferð Kiptum sló heimsmet Eliud Kipchoge í maraþoni í Chicago í október. Heimsmet hans er tvær klukkustundir og 35 sekúndur. Sumir sérfræðingar héldu því fram að Kiptum myndi að lokum hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum. „Ef það var einhver kandídat í það, þá var það líklega hann. Kipchoge hefur gert þetta, en þá við fullkomnar aðstæður en það hefur enginn náð þeim tíma í keppnishlaupi.“ Arnar hefur sjálfur dvalið töluvert í Kenía. Hann segir að bílamenningin þar í landi sé mjög einkennileg. „Fæstir setja á sig belti og ef maður spyr af hverju viðkomandi er ekki með belti þá fær maður bara svarið, ef það er komið að mér, þá er bara komið að mér. Þetta er setning sem hefur ómað í hausnum á mér síðan ég heyrði þetta.“
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni