Jón Daði og félagar eru í góðri stöðu þegar kemur að baráttunni um að tryggja sér umspilssæti um laust sæti í B-deildinni, en liðið er einnig í harðri baráttu um að vinna sér inn sæti beint upp um deild.
Selfyssingurinn hóf leik á bekknum í kvöld, en kom inn á þegar um 25 minútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Þá var staðan orðin 1-0, Bolton í vil, eftir mark frá Gethin Jones í fyrri hálfleik.
Jón Daði gerði svo endanlega út um leikinn með marki á annarri mínútu uppbótartíma áður en gestirnir minnkuðu muninn með marki úr vítaspyrnu á síðustu andartökum leiksins.
Niðurstaðan því 2-1 sigur Bolton sem situr í þriðja sæti deildarinnar með 62 stig eftir 30 leiki, einu stigi minna en Derby sem situr í öðru sæti og hefur leikið tveimur leikjum meira.