De Bruyne að nálgast sitt besta: „Á enn eftir að spila níutíu mínútur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2024 22:31 Kevin De Bruyne er hægt og rólega að komast aftur í sitt besta form. Mateusz Slodkowski/Getty Images Belgíski miðjumaðurinn Kevin De Bruyne skoraði eitt og lagði upp tvö er Manchester City vann 3-1 sigur gegn FCK í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. „Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
„Þetta var erfitt. Við höfum spilað hérna nokkrum sinnum áður og andrúmsloftið er magnað. Við þurftum að bera virðingu fyrir þeim,“ sagði De Bruyne í leikslok. „Við byrjuðum mjög velþ Svo gerðum við ein mistök og þeir nýttu sér það, en mér fannst við spila mjög vel. Við náðum að koma þriðja markinu inn og það gefur okkur smá forskot.“ „Við reynum að halda mistökunum í lágmarki og í seinni háfleik höfðum við fulla stjórn á leiknum. Þeir breyttu í fimm manna varnarlínu en við náðum samt að skapa færi og gerðum það sem við þurftum að gera.“ De Bruyne er hægt og rólega að komast í sitt besta form eftir að hafa verið að glíma við löng og erfið meiðsli. Það er þó ekki endilega að sjá að hann hafi misst af miklum fótbolta því hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur sex í fimm leikjum eftir að hann snéri aftur. „Ég er bara að reyna að spila vel. Þetta eru búnir að vera langir fimm eða sex mánuðir en ég er bara glaður að vera mættur aftur til að geta hjálpað liðinu og reynt að gera mitt besta.“ „Mér líður vel. Ég þarf klárlega nokkra leiki í viðbót og fleiri mínútur. Ég á enn eftir að spila níutíu mínútur eftir meiðslin, en ég er að komast þangað. Mér líður vel og er að ná að spila á nokkuð háum gæðum þannig ég er glaður.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Meistararnir fara með forystuna á sinn heimavöll Evrópumeistarar Manchester City unnu 3-1 sigur er liðið heimsótti FC Kaupmannahöfn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. febrúar 2024 21:57