„Ég elska hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 09:30 Brahim Diaz fagnar sigurmarki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Getty/ David S. Bustamante Brahim Díaz fékk það krefjandi verkefnið að leysa af Jude Bellingham í fyrri leik Real Madrid og RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Strákurinn stóðst það próf og gott betur. Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Díaz skoraði eina mark leiksins á glæsilegan hátt eftir mikið einstaklingsframtak. Hann fékk boltann út á kanti, lék á nokkra varnarmenn, kom sér inn í teiginn og afgreiddi boltann upp í fjærhornið. Markið var jafnglæsilegt og það var mikilvægt enda tryggði það Real dýrmætan útisigur. Bellingham sat meiddur heima í stofu en fór inn á samfélagmiðla og heiðraði varamann sinn með orðunum: „Guð minn góður Brahim!“ Það má sjá sigurmark Brahim Díaz hér fyrir neðan. Klippa: Sigurmark Brahim Díaz Díaz talaði vel um Bellingham eftir leikinn. „Ég elska hann,“ sagði Brahim Díaz við Movistar. ESPN segir frá. „Við náðum mjög vel saman frá fyrsta degi. Ég er að hjálpa honum með spænskuna. Hann er heimsklassa leikmaður og ég nýt þess að spila með honum. Fyrir utan sjarmann sinn þá er hann góð manneskja,“ sagði Brahim. „Þrátt fyrir að vera án Jude, sem við söknuðum, [Antonio] Rudiger og allra hinna leikmannanna sem hafa verið lengi meiddir, þá höldum við áfram að sýna það að við erum með frábært lið og að við erum Real Madrid,“ sagði Brahim. Brahim Díaz gekk ekki allt of vel að fóta sig í Real Madrid liðinu eftir að hann kom frá AC Milan. Hann hefur hins vegar komið öflugur inn að undanförnu og þetta var hans áttunda mark á leiktíðinni. „Eftir þessi tvö ár í Mílanó þá er hann sterkri og með meiri karakter,“ sagði Carlo Ancelotti þjálfari um Díaz. „Hann byrjaði tímabilið án þess að fá að spila mikið en þegar hann fékk tækifærið þá hefur hann alltaf skilað til iðsins. Í dag skoraði hann stórbrotið mark,“ sagði Ancelotti. "If a wide receiver would have done that in American football everyone would have gone ballistic, but the ball is at his feet. Sorry wide receivers and sorry @nateburleson."Thierry Henry's analysis of Brahim Diaz's golazo is pure poetry pic.twitter.com/BocZEboH0t— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 13, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira