Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2024 13:31 Nina Kraviz spilaði í Ástralíu í desember. Þar var þessi mynd tekin. Vísir/Getty Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. „Þetta er sannarlega stórviðburður þar sem Nina er vön að spila fyrir þúsundir og telst vera einn frægasti plötusnúður heims. Margir telja hana frumkvöðul í teknó tónlistinni, en hún hefur ýtt rafrænni neðanjarðartónlist áfram á þann hátt sem enginn annar hefur gert,“ segir Arnviður, betur þekktur sem Addi Exos, sem vinnur að því að koma henni til landsins. Hefur haft mikil áhrif Hann segir áhrif hennar sem kvenkyns plötusnúðar að gæta víða. „Það er deginum ljósara að hún opnaði hliðið fyrir kvenplötusnúða. Ég sá það með mínum eigin augum þegar hún byrjaði hvað það vakti upp konur,“ segir Arnviður en hún byrjaði að spila um 2015. Hann segir að fyrir það hafi auðvitað verið mörg þekkt nöfn kvenkyn plötusnúða alþjóðlega eins og Monika Kruse, Misstress Barbara og Ellen Alien en að engin þeirra hafi náð sömu hæðum og Nina Kraviz. Kraviz spilar aðallega teknó en hann segir hana einnig hafa komið nærri deep house og tech house senunni. Auglýsing fyrir viðburðinn á laugardag. Arnviður spilar einnig á Radar á laugardaginn auk Lafontaine, Samwise, eiganda Radar og Díu sem sé einn fastaplötusnúða staðarins. „Nina spilar þarna á 300 manna stað en er vön að spila fyrir þúsundir á risastórum viðburðum. Þetta verður exklúsívt gigg,“ segir hann og að viðstöddum gefist þannig tækifæri á að vera í miklu návígi við hana. „Radar er að taka senuna með þvílíkri hörku,“ segir hann og að sem dæmi hafi síðustu helgi plötusnúðurinn Anja Schneider spilað og von sé á fleiri erlendum plötusnúðum. Hægt er að kaupa miða á viðburðinn hér og hlusta á nokkur DJ-sett Ninu hér að neðan. Í Barcelona síðasta sumar Á Tomorrowland í Belgíu síðasta sumar Í Gobi eyðimörkinni í Mongólíu í haust Rússland Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Nina Kraviz með besta lag mánaðarins Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01 Óvissutónleikar í helli á Suðurlandi Þann 1. júlí kemur síberíska tónlistarkonan Nina Kraviz til landsins og heldur heljarinnar veislu í helli á vegum plötufyrirtækis síns. Nákvæm staðsetning veislunnar sem og dagskrá kvöldsins verður haldið leyndri svo að þetta verður algjör óvissuferð. 15. júní 2016 09:30 Nina Kraviz mætir á klakann Technostjarnan hefur tónleikaferð sína á Paloma þann 15.maí. 2. maí 2015 09:30 Uppselt á Sónar Reykjavík Alls munu um 3.300 manns sækja hátíðina í Hörpu um helgina. 12. febrúar 2015 21:22 Gefur út hjá rússneskum plötusnúði Samstarf raftónlistarmannsins Bjarka Rúnars og Ninu Kraviz hófst þegar þau hittust á næturklúbbi í Köben. 25. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Þetta er sannarlega stórviðburður þar sem Nina er vön að spila fyrir þúsundir og telst vera einn frægasti plötusnúður heims. Margir telja hana frumkvöðul í teknó tónlistinni, en hún hefur ýtt rafrænni neðanjarðartónlist áfram á þann hátt sem enginn annar hefur gert,“ segir Arnviður, betur þekktur sem Addi Exos, sem vinnur að því að koma henni til landsins. Hefur haft mikil áhrif Hann segir áhrif hennar sem kvenkyns plötusnúðar að gæta víða. „Það er deginum ljósara að hún opnaði hliðið fyrir kvenplötusnúða. Ég sá það með mínum eigin augum þegar hún byrjaði hvað það vakti upp konur,“ segir Arnviður en hún byrjaði að spila um 2015. Hann segir að fyrir það hafi auðvitað verið mörg þekkt nöfn kvenkyn plötusnúða alþjóðlega eins og Monika Kruse, Misstress Barbara og Ellen Alien en að engin þeirra hafi náð sömu hæðum og Nina Kraviz. Kraviz spilar aðallega teknó en hann segir hana einnig hafa komið nærri deep house og tech house senunni. Auglýsing fyrir viðburðinn á laugardag. Arnviður spilar einnig á Radar á laugardaginn auk Lafontaine, Samwise, eiganda Radar og Díu sem sé einn fastaplötusnúða staðarins. „Nina spilar þarna á 300 manna stað en er vön að spila fyrir þúsundir á risastórum viðburðum. Þetta verður exklúsívt gigg,“ segir hann og að viðstöddum gefist þannig tækifæri á að vera í miklu návígi við hana. „Radar er að taka senuna með þvílíkri hörku,“ segir hann og að sem dæmi hafi síðustu helgi plötusnúðurinn Anja Schneider spilað og von sé á fleiri erlendum plötusnúðum. Hægt er að kaupa miða á viðburðinn hér og hlusta á nokkur DJ-sett Ninu hér að neðan. Í Barcelona síðasta sumar Á Tomorrowland í Belgíu síðasta sumar Í Gobi eyðimörkinni í Mongólíu í haust
Rússland Tónleikar á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Nina Kraviz með besta lag mánaðarins Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01 Óvissutónleikar í helli á Suðurlandi Þann 1. júlí kemur síberíska tónlistarkonan Nina Kraviz til landsins og heldur heljarinnar veislu í helli á vegum plötufyrirtækis síns. Nákvæm staðsetning veislunnar sem og dagskrá kvöldsins verður haldið leyndri svo að þetta verður algjör óvissuferð. 15. júní 2016 09:30 Nina Kraviz mætir á klakann Technostjarnan hefur tónleikaferð sína á Paloma þann 15.maí. 2. maí 2015 09:30 Uppselt á Sónar Reykjavík Alls munu um 3.300 manns sækja hátíðina í Hörpu um helgina. 12. febrúar 2015 21:22 Gefur út hjá rússneskum plötusnúði Samstarf raftónlistarmannsins Bjarka Rúnars og Ninu Kraviz hófst þegar þau hittust á næturklúbbi í Köben. 25. nóvember 2014 11:00 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Nina Kraviz með besta lag mánaðarins Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög septembermánaðar. Á toppnum trónir hin rússneska Nina Kraviz. 1. október 2021 20:01
Óvissutónleikar í helli á Suðurlandi Þann 1. júlí kemur síberíska tónlistarkonan Nina Kraviz til landsins og heldur heljarinnar veislu í helli á vegum plötufyrirtækis síns. Nákvæm staðsetning veislunnar sem og dagskrá kvöldsins verður haldið leyndri svo að þetta verður algjör óvissuferð. 15. júní 2016 09:30
Nina Kraviz mætir á klakann Technostjarnan hefur tónleikaferð sína á Paloma þann 15.maí. 2. maí 2015 09:30
Uppselt á Sónar Reykjavík Alls munu um 3.300 manns sækja hátíðina í Hörpu um helgina. 12. febrúar 2015 21:22
Gefur út hjá rússneskum plötusnúði Samstarf raftónlistarmannsins Bjarka Rúnars og Ninu Kraviz hófst þegar þau hittust á næturklúbbi í Köben. 25. nóvember 2014 11:00