Harry Kane einu skrefi nær því óhugsandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þetta var vægast sagt vandræðaleg vika fyrir Harry Kane og félaga í Bayern München. APMartin Meissner) Harry Kane vildi komast til liðs til að vinna loksins titla. Hann valdi þýsku meistarana í Bayern München og allir héldu að langþráður titill væri um leið kominn í höfn. Annað hefur komið á daginn. Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Þýski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Þýski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira