Aron Ólafsson nýr markaðsstjóri Solid Clouds Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 11:22 Aron Ólafsson, nýr markaðsstjóri Solid Clouds. Aron Ólafsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Solid Clouds en hann var áður framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Solid Clouds muni í apríl gefa út nýjan leik, Starborne Frontiers. Þróun hans hófst á miðju ári 2021. Síðustu stóru leikkerfin komu inn síðasta haust og frá þeim tíma hefur félagið verið að undirbúa útgáfuna og fínstilla tekjukerfi leiksins. Þá segir í tilkynningunni að Starborne Frontiers hafi nú þegar fengið góðar viðtökur. Leikurinn er hannaður fyrir snjalltæki en mun einnig verða aðgengilegur á PC. Aron er með B.S. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með með diplómapróf í stefnumótun en hann var formaður Stúdentaráðs meðan hann stundaði nám við Háskóla Íslands. Síðustu fimm árum hefur Aron leitt uppbyggingu samfélags rafíþróttaunnanda hjá Rafíþróttasambands Íslands. Í tilkynningunni segir að undir forystu hans hafi meðlimum fjölgað um tuttugu þúsund manns ásamt því að tekjur sambands hafi tuttugu faldast. Aron hefur auk þess unnið að skipulagningu tölvuleikjamóta en þar má nefna mót sem haldið var á Íslandi vegna vinsælasta fjölspilunarleiks heims, League of Legends. Sá leikur er frá einu stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Riot, en yfir 200 milljón manns horfðu á mótið. „Ég er stoltur af því að ganga til liðs við Solid Clouds, en eftir að hafa hitt teymið og hafandi spilað leikinn þá langaði mig ekkert meira en að taka þátt í þessu verkefni. Starborne Frontiers er frábær leikur og ég held að í hörðu samkeppnisumhverfi þá muni félagslegar tengingar sem spilarar mynda innan leiksins verða einn af lykilþáttum að leikurinn verði vinsæll og tekjumikill”, segir Aron Ólafsson. „Það er mikill fengur fyrir Solid Clouds að fá jafn kraftmikinn og reynsluríkan markaðsstjóra til starfa fyrir félagið. Ráðning hans er undirbúningur að hamskiptum hjá félaginu núna þegar óðum styttist í fulla markaðssetningu Starborne Frontiers. Aron hefur sýnt í sínum fyrri störfum að hann getur byggt upp mikla stemningu í tölvuleikjasamfélagi en slík reynsla er gríðarlega mikilvæg fyrir félagið á þeim tímamótum sem það er á,“ segir Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds. Vistaskipti Leikjavísir Auglýsinga- og markaðsmál Solid Clouds Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þar segir að Solid Clouds muni í apríl gefa út nýjan leik, Starborne Frontiers. Þróun hans hófst á miðju ári 2021. Síðustu stóru leikkerfin komu inn síðasta haust og frá þeim tíma hefur félagið verið að undirbúa útgáfuna og fínstilla tekjukerfi leiksins. Þá segir í tilkynningunni að Starborne Frontiers hafi nú þegar fengið góðar viðtökur. Leikurinn er hannaður fyrir snjalltæki en mun einnig verða aðgengilegur á PC. Aron er með B.S. gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með með diplómapróf í stefnumótun en hann var formaður Stúdentaráðs meðan hann stundaði nám við Háskóla Íslands. Síðustu fimm árum hefur Aron leitt uppbyggingu samfélags rafíþróttaunnanda hjá Rafíþróttasambands Íslands. Í tilkynningunni segir að undir forystu hans hafi meðlimum fjölgað um tuttugu þúsund manns ásamt því að tekjur sambands hafi tuttugu faldast. Aron hefur auk þess unnið að skipulagningu tölvuleikjamóta en þar má nefna mót sem haldið var á Íslandi vegna vinsælasta fjölspilunarleiks heims, League of Legends. Sá leikur er frá einu stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, Riot, en yfir 200 milljón manns horfðu á mótið. „Ég er stoltur af því að ganga til liðs við Solid Clouds, en eftir að hafa hitt teymið og hafandi spilað leikinn þá langaði mig ekkert meira en að taka þátt í þessu verkefni. Starborne Frontiers er frábær leikur og ég held að í hörðu samkeppnisumhverfi þá muni félagslegar tengingar sem spilarar mynda innan leiksins verða einn af lykilþáttum að leikurinn verði vinsæll og tekjumikill”, segir Aron Ólafsson. „Það er mikill fengur fyrir Solid Clouds að fá jafn kraftmikinn og reynsluríkan markaðsstjóra til starfa fyrir félagið. Ráðning hans er undirbúningur að hamskiptum hjá félaginu núna þegar óðum styttist í fulla markaðssetningu Starborne Frontiers. Aron hefur sýnt í sínum fyrri störfum að hann getur byggt upp mikla stemningu í tölvuleikjasamfélagi en slík reynsla er gríðarlega mikilvæg fyrir félagið á þeim tímamótum sem það er á,“ segir Stefán Gunnarsson forstjóri Solid Clouds.
Vistaskipti Leikjavísir Auglýsinga- og markaðsmál Solid Clouds Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira