Verðbólga haldi áfram að hjaðna Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 11:35 Landsbankinn í Hafnarfirði. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá bankans. Það sem mun hafa mest áhrif til hækkun vísitölunnar eru útsölulok en einnig hafa gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni áhrif á hækkunina. Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Því er spáð að reiknuð húsaleiga hækki í febrúar en flugfargjöld til útlanda lækki og verði stærsti áhrifaþátturinn sem vegur á móti hækkunum. „Hafa ber í huga að ýmsir stórir óvissuþættir gætu haft áhrif á verðmælingar næstu mánuði, ekki síst framvinda í kjaraviðræðum sem virðist takmörkuð um þessar mundir. Þótt verðbólguspálíkan okkar taki tillit til launabreytinga er erfitt að ákvarða áhrifin af þeim þegar jafnmikil óvissa ríkir um launaþróun og nú,“ segir í Hagsjánni. Hér fyrir neðan má sjá rit um þróun vísitöluneysluverðs í febrúar síðustu ár. Það mun draga úr verðhækkunum á mat samkvæmt spá bankans en verð á mat hækkar um 0,2 prósent milli mánaða. Mesta hækkunin á matarverði var í janúar á síðata ári þegar hún nam tæpum tveimur prósentum. „Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% í febrúar, 0,64% í mars, 0,18% í apríl og 0,28% í maí. Gangi spáin eftir verður verðbólga 6,1% í febrúar, 6,2% í mars, 5,0% í apríl og 4,9% í maí. Mánaðarbreytingar á vísitölu neysluverðs voru miklar í febrúar og apríl í fyrra og þar sem við spáum nú minni hækkunum en þá, lækkar árstakturinn töluvert þá mánuði. Fyrstu dagar páskanna í ár verða í mars og við gerum ráð fyrir að páskahækkun á flugfargjöldum mælist í mars og lækki á móti í apríl,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Verðlag Landsbankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá bankans. Það sem mun hafa mest áhrif til hækkun vísitölunnar eru útsölulok en einnig hafa gjaldskrárhækkanir á sorphirðu, fráveitu og köldu vatni áhrif á hækkunina. Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu. Því er spáð að reiknuð húsaleiga hækki í febrúar en flugfargjöld til útlanda lækki og verði stærsti áhrifaþátturinn sem vegur á móti hækkunum. „Hafa ber í huga að ýmsir stórir óvissuþættir gætu haft áhrif á verðmælingar næstu mánuði, ekki síst framvinda í kjaraviðræðum sem virðist takmörkuð um þessar mundir. Þótt verðbólguspálíkan okkar taki tillit til launabreytinga er erfitt að ákvarða áhrifin af þeim þegar jafnmikil óvissa ríkir um launaþróun og nú,“ segir í Hagsjánni. Hér fyrir neðan má sjá rit um þróun vísitöluneysluverðs í febrúar síðustu ár. Það mun draga úr verðhækkunum á mat samkvæmt spá bankans en verð á mat hækkar um 0,2 prósent milli mánaða. Mesta hækkunin á matarverði var í janúar á síðata ári þegar hún nam tæpum tveimur prósentum. „Við gerum ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,89% í febrúar, 0,64% í mars, 0,18% í apríl og 0,28% í maí. Gangi spáin eftir verður verðbólga 6,1% í febrúar, 6,2% í mars, 5,0% í apríl og 4,9% í maí. Mánaðarbreytingar á vísitölu neysluverðs voru miklar í febrúar og apríl í fyrra og þar sem við spáum nú minni hækkunum en þá, lækkar árstakturinn töluvert þá mánuði. Fyrstu dagar páskanna í ár verða í mars og við gerum ráð fyrir að páskahækkun á flugfargjöldum mælist í mars og lækki á móti í apríl,“ segir í Hagsjánni.
Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er: Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.
Neytendur Verðlag Landsbankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Íslenska krónan Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Sjá meira