Játar að hafa stungið mann sem seldi honum lélegt kókaín Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2024 14:36 Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldúrskurð yfir manninum. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. mars næstkomandi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maðurinn hefur játað að hafa stungið mann, sem hafi selt lélegt kókaín í samkvæmi. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag með vísan til forsendna, segir að í greinargerð héraðssaksóknara sé atvikum lýst með þeim hætti að að morgni föstudagsins 24. nóvember síðastliðins hafi lögreglu borist upplýsingar um að karlmaður hafi komið á slysadeild með leigubifreið með stungusár. Lögreglukona í fríi varð vitni að árásinni Þá hafi lögregla einnig fengið þær upplýsingar að lögreglukona á frívakt hafi orðið vitni að árásinni. Samkvæmt framburði lögreglukonunnar hafi hún verið aka út af bifreiðastæði við þegar hún sá þrjá menn veitast að manni sem lá á miðri götunni. Hún hafi ekið upp að þeim og haft afskipti af þeim og mennirnir þá látið af háttseminni. Hún hafi lýst mönnunum þannig að einn hafi verið lágvaxinn og af asísku bergi brotinn, annar hávaxinn með svarta eyrnalokka og sá þriðji í áberandi hvítum, svörtum og grængulum jakka. Hún hafi tilkynnt mönnunum að hún væri lögreglumaður og ætlaði að tilkynna málið, en þá hafi sá lágvaxni hlaupið af vettvangi, en hún náð ljósmynd af hinum tveimur. Kom sér alvarlega særður á spítala Árásarþoli hafi farið með leigubíl, sem hann hafi áður hringt eftir, á bráðamóttöku þar sem gert var að sárum hans. Samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði hafi árásarþoli verið með stungusár, um það bil 2 sentimetra, aftanvert á vinstri brjóstkassa yfir herðablaði. Þá var hann með tvö stungusár, skurð og möguleg varnarsár. Samkvæmt niðurstöðu vottorðsins hafi verið um alvarlega árás að ræða. Stungusár yfir brjóstholi, kviðarholi og lifrarstað. Því sé lýst að hefðu stungurnar náð dýpra hefðu verið miklar líkur á alvarlegum blæðingum, sem hefðu getað orðið lífshættulegar. Mennirnir tveir sem eftir voru á vettvangi hafi verið handteknir af lögreglu og færðir í fangaklefa. Kom í samkvæmi til að selja kókaín Þá segir í úrskurðinum að brotaþoli hafi verið gestkomandi í íbúð, sem hann hafi komið með leigubíl að. Fyrir hafi verið íbúi íbúðarinnar og fimm gestir, þar á meðal sá sem sætir gæsluvarðhaldi. Í þágu rannsóknar hafi allir viðstaddir verið handteknir, fyrir utan þá tvo sem flúðu undan lögreglukonunni. Framburður hinna handteknu hafi að miklu leyti verið í samræmi. Það er að til ósættis hafi komið á milli brotaþola og þess grunaða og þess sem flúði vettvang árásarinni. Brotaþoli hafi hlaupið út úr íbúðinni og hinir tveir á eftir honum og ráðist á hann. Í kjölfarið hafi svo tveir gestanna hlaupið út til að fylgjast með. Öllum handteknum hafi verið sleppt að loknum skýrslutökum og leit fram haldið að meintum gerendum. Hinn grunaði hafi svo verið handtekinn að kvöldi 25. nóvember síðastliðins. Tekin hafi verið skýrsla af honum og hann játað að hafa stungið brotaþola með hnífi. „Lýsti hann því að brotaþoli hafi komið í samkvæmið til að selja gestum kókaín. Varnaraðili hafi kvartað yfir því að þetta væri ekki gott efni og í kjölfarið hafi varnaraðili og brotaþoli farið að rífast. Brotaþoli hafi komið að varnaraðila fyrir utan húsið og ýtt honum upp að vegg. Hann sagðist þá hafa ýtt brotaþola sjálfum upp að vegg og stungið hann í öxlina. Varnaraðili sagði að brotaþoli hafi þá hlaupið af stað og hafi hann rifið í bol brotaþola sem hafi rifnað. Hann sagðist hafa hlaupið á eftir brotaþola og þeir báðir dottið í hálku stuttu síðar. Varnaraðili sagðist þá hafa stungið brotaþola í bakið eða öxlina. Þeir hafi síðan hlaupið aftur af stað og dottið aftur. Sagðist varnaraðili hafa þá fengið högg frá brotaþola sem reyndi að ýta honum frá sér. Varnaraðili sagðist þá hafa stungið brotaþola í höndina. Þarna sagði varnaraðili að einhverjir vegfarendur og leigubifreið hafi komið að átökunum„ Sem áður segir hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli gruns um tilraun til manndráps. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag með vísan til forsendna, segir að í greinargerð héraðssaksóknara sé atvikum lýst með þeim hætti að að morgni föstudagsins 24. nóvember síðastliðins hafi lögreglu borist upplýsingar um að karlmaður hafi komið á slysadeild með leigubifreið með stungusár. Lögreglukona í fríi varð vitni að árásinni Þá hafi lögregla einnig fengið þær upplýsingar að lögreglukona á frívakt hafi orðið vitni að árásinni. Samkvæmt framburði lögreglukonunnar hafi hún verið aka út af bifreiðastæði við þegar hún sá þrjá menn veitast að manni sem lá á miðri götunni. Hún hafi ekið upp að þeim og haft afskipti af þeim og mennirnir þá látið af háttseminni. Hún hafi lýst mönnunum þannig að einn hafi verið lágvaxinn og af asísku bergi brotinn, annar hávaxinn með svarta eyrnalokka og sá þriðji í áberandi hvítum, svörtum og grængulum jakka. Hún hafi tilkynnt mönnunum að hún væri lögreglumaður og ætlaði að tilkynna málið, en þá hafi sá lágvaxni hlaupið af vettvangi, en hún náð ljósmynd af hinum tveimur. Kom sér alvarlega særður á spítala Árásarþoli hafi farið með leigubíl, sem hann hafi áður hringt eftir, á bráðamóttöku þar sem gert var að sárum hans. Samkvæmt bráðabirgðalæknisvottorði hafi árásarþoli verið með stungusár, um það bil 2 sentimetra, aftanvert á vinstri brjóstkassa yfir herðablaði. Þá var hann með tvö stungusár, skurð og möguleg varnarsár. Samkvæmt niðurstöðu vottorðsins hafi verið um alvarlega árás að ræða. Stungusár yfir brjóstholi, kviðarholi og lifrarstað. Því sé lýst að hefðu stungurnar náð dýpra hefðu verið miklar líkur á alvarlegum blæðingum, sem hefðu getað orðið lífshættulegar. Mennirnir tveir sem eftir voru á vettvangi hafi verið handteknir af lögreglu og færðir í fangaklefa. Kom í samkvæmi til að selja kókaín Þá segir í úrskurðinum að brotaþoli hafi verið gestkomandi í íbúð, sem hann hafi komið með leigubíl að. Fyrir hafi verið íbúi íbúðarinnar og fimm gestir, þar á meðal sá sem sætir gæsluvarðhaldi. Í þágu rannsóknar hafi allir viðstaddir verið handteknir, fyrir utan þá tvo sem flúðu undan lögreglukonunni. Framburður hinna handteknu hafi að miklu leyti verið í samræmi. Það er að til ósættis hafi komið á milli brotaþola og þess grunaða og þess sem flúði vettvang árásarinni. Brotaþoli hafi hlaupið út úr íbúðinni og hinir tveir á eftir honum og ráðist á hann. Í kjölfarið hafi svo tveir gestanna hlaupið út til að fylgjast með. Öllum handteknum hafi verið sleppt að loknum skýrslutökum og leit fram haldið að meintum gerendum. Hinn grunaði hafi svo verið handtekinn að kvöldi 25. nóvember síðastliðins. Tekin hafi verið skýrsla af honum og hann játað að hafa stungið brotaþola með hnífi. „Lýsti hann því að brotaþoli hafi komið í samkvæmið til að selja gestum kókaín. Varnaraðili hafi kvartað yfir því að þetta væri ekki gott efni og í kjölfarið hafi varnaraðili og brotaþoli farið að rífast. Brotaþoli hafi komið að varnaraðila fyrir utan húsið og ýtt honum upp að vegg. Hann sagðist þá hafa ýtt brotaþola sjálfum upp að vegg og stungið hann í öxlina. Varnaraðili sagði að brotaþoli hafi þá hlaupið af stað og hafi hann rifið í bol brotaþola sem hafi rifnað. Hann sagðist hafa hlaupið á eftir brotaþola og þeir báðir dottið í hálku stuttu síðar. Varnaraðili sagðist þá hafa stungið brotaþola í bakið eða öxlina. Þeir hafi síðan hlaupið aftur af stað og dottið aftur. Sagðist varnaraðili hafa þá fengið högg frá brotaþola sem reyndi að ýta honum frá sér. Varnaraðili sagðist þá hafa stungið brotaþola í höndina. Þarna sagði varnaraðili að einhverjir vegfarendur og leigubifreið hafi komið að átökunum„ Sem áður segir hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli gruns um tilraun til manndráps.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira