Fótbolti

Arnór Trausta spurði konuna sína: Hvað í and­skotanum á ég að gera?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason í upphitun fyrir leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Ingvi Traustason í upphitun fyrir leik með íslenska landsliðinu. Getty/Alex Nicodim

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er í stóru viðtali við Expressen blaðið í Svíþjóð. Hann ræðir þar meðal annars nýtt hlutverk þar sem hann fót vel út fyrir þægindarammann.

Arnór spilar með sænska liðinu IFK Norrköping og hefur gert það undanfarin ár. Hann kom aftur til Svíþjóðar eftir eitt tímabil með New England Revolution í Bandaríkjunum.

Arnór spilaði einnig með Norrköping á árunum 2014 til 2016.

Í viðtalinu við Expressen segir Arnór að hann sé ekkert mikið fyrir athyglina en hann fær hana vissulega sem stjarna liðsins.

„Ég er ekki mikið að hugsa um einstaklingsverðlaun. Ég er heldur ekki hrifinn af athygli. Ég vil frekar halda mig til baka. Þannig er ég bara,“ sagði Arnór Ingvi Traustason.

Þrátt fyrir þetta þá reyndi Njarðvíkingurinn fyrir sér sem fyrirsæta á dögunum. Konan hans hjálpaði honum.

„Hún er fyrirsæta sjálf. Ég spurði hana: Hvað í andskotanum á ég að gera? Síðan sat ég þarna eins og fífl,“ sagði Arnór léttur.

Er fyrirsætuferillinn kominn til að vera?

„Ég veit það ekki. Þetta var gaman. Kannski opnar þetta augun mín aðeins meira,“ sagði Arnór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×