Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 14:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. „Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið