Meistararnir jöfnuðu á lokamínútunni gegn Alberti og félögum 17. febrúar 2024 15:59 Albert Guðmundsson í baráttu við Giovanni Simeone í leiknum í dag. Vísir/Getty Albert Guðmundsson og félagar í Genoa takast á við ríkjandi meistara Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Fyrir leikinn í dag var lið Genoa í 12. sæti Serie A en Napoli í 10. sætinu. Sex stigum munaði á liðinu og þurfti Genoa því sigur til að vera í návígi við efri hluta deildarinnar. Napoli þurfti nauðsynlega á sigri að halda en liðið var þremur stigum á eftir Roma fyrir leikinn sem sat í síðasta sætinu sem gefur sæti í Evrópu á næsta tímabili. Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Genoa í dag. Staðan í hálfleik var 0-0 en þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Daninn Morten Frendrup skoraði gott mark. Staðan orðin 1-0 og meistararnir í vandræðum. Það var ekki margt sem benti til þess að Napoli myndi jafna metin en á lokamínútunni skoraði Cyril Ngonge með skoti úr teignum eftir að Giovanni Di Lorenzo lagði boltann fyrir hann. Lokatölur í Napoli 1-1 og bæði lið væntanlega nokkuð svekkt með þá niðurstöðu. Albert Guðmundsson var eins og áður segir í byrjunarliði Genoa en var tekinn af velli á 83. mínútu. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson og félagar í Genoa takast á við ríkjandi meistara Napoli í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Fyrir leikinn í dag var lið Genoa í 12. sæti Serie A en Napoli í 10. sætinu. Sex stigum munaði á liðinu og þurfti Genoa því sigur til að vera í návígi við efri hluta deildarinnar. Napoli þurfti nauðsynlega á sigri að halda en liðið var þremur stigum á eftir Roma fyrir leikinn sem sat í síðasta sætinu sem gefur sæti í Evrópu á næsta tímabili. Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Genoa í dag. Staðan í hálfleik var 0-0 en þegar tæpar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Daninn Morten Frendrup skoraði gott mark. Staðan orðin 1-0 og meistararnir í vandræðum. Það var ekki margt sem benti til þess að Napoli myndi jafna metin en á lokamínútunni skoraði Cyril Ngonge með skoti úr teignum eftir að Giovanni Di Lorenzo lagði boltann fyrir hann. Lokatölur í Napoli 1-1 og bæði lið væntanlega nokkuð svekkt með þá niðurstöðu. Albert Guðmundsson var eins og áður segir í byrjunarliði Genoa en var tekinn af velli á 83. mínútu.