Real tapaði stigum án Belling­ham

Luka Modric í hörðum slag í dag.
Luka Modric í hörðum slag í dag. Vísir/Getty

Real Madrid mistókst að auka forskot sitt á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið mætti Real Vallecano á útivelli í dag. Jude Bellingham var frá vegna meiðsla en hann meiddist í leik Real um síðsutu helgi.

Fyrir leikinn var Real með fimm stiga forskot á Getafe og sjö stigum á undan Barcelona sem vann sigur í sínum leik í gær eftir dramatískar lokamínútur.

Leikurinn byrjaði heldur betur vel fyrir lærisveina Carlo Ancelotti. Joselu skoraði strax á 3. mínútu en markið var skoðað í VAR eftir að hafa upphaflega verið dæmt af vegna rangstöðu.

Á 27. mínútu fengu heimamenn í Vallecano hins vegar vítaspyrnu sem Raul De Thomas skoraði úr og jafnaði metin. Federico Valverde átti skot í stöng skömmu síðar en staðan í hálfleik var 1-1.

Real ógnaði fremur lítið í síðari hálfleik en Toni Kroos átti aukaspyrnu á 80. mínútu sem Stole Dimitirevski varði í horn. Í uppbótartíma fékk Dani Carvajal sitt annað gula spjald og þar með rautt en tíminn var skammur fyrir heimamenn að nýta sér liðsmuninn.

Lokatölur 1-1 og Real Madrid nú með fimm stiga forskot á toppi La Liga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira