Umræða um ofgreiningu á ADHD og einhverfu Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 17. febrúar 2024 15:00 Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma hvað varðar sérfræði þekkingu, aðgengi að fræðslu og upplýsinga og tæki til greininga. Við erum betur í stakk búin sem samfélag að grípa fyrr inn í en áður og aðstoða þau börn sem þurfa á greiningu að halda. En í þessari umræðu er ekki bara talað um greiningar á börnum Heldur eru líka margir að velta vöngum sínum yfir þessum fjölda greininga sem eiga sér nú stað hjá fullorðnum einstaklingum og á það bæði við ADHD og einhverfu greiningar. Meira að segja hefur heyrst talað um greiningar sem tískubylgju. Aftur gleymist að hafa í huga þær breytingar sem hafa átt sér stað, og í því samhengi þarf að hafa í huga að hér á árum áður var ekki mikið aðgengi að greiningu fyrir fullorðna. Þegar að meiri þekking og aukið aðgengi verður fyrir almenning að fræðslu um ADHD og einhverfu þá er það óhjákvæmilegt að sá hópur sem féll undir radarinn á sínum tíma fari að sjá hluti í nýju ljósi og vilja í kjölfarið fá greiningu þegar hún er í boði. Því greining er þegar upp er staðið sjálfsþekkingar tól sem getur breytt lífi fólks. Greining veitir fólki ekki bara möguleikann á að fá lyf í sumum tilfellum heldur fær fólk tækifæri á að skilja sjálft sig og margt í lífinu sínu betur. Að fá rétta greiningu getur líka ýtt undir það að fólk sem þarf á að halda fái viðunandi stuðning og skilning frá sínu nærumhverfi. Við verðum að vera meðvituð um þá staðreynd að ADHD og einhverfa er alls ekki eins hjá öllum Margir lenda í mörgum hindrunum á lífsleiðinni og án greiningar verða þær hindranir miklu alvarlegri, það er ekki mín skoðun heldur staðreynd sem hefur verið rannsökuð. Það er líka vitað að þeir einstaklingar sem fara í gegnum lífið án greiningu sem viðkomandi þyrfti á að halda og þar af leiðandi minni skilnings frá umhverfinu og minni skilning á sér sjálfum eru mun líklegra til að lenda í kulnun og heilsubrestum almennt. Það má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að fá rétta greiningu því það að fá hana ekki getur verið háalvarlegt. Í verstu tilfellum endar það í dauða, því það að ganga í gegnum lífið án þess að skilja sig og án þess að upplifa að aðrir skilji sig getur haft afleiðingar eins og lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, fíknihegðun, sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvíg. Setningin “það eru allir nú dags með greiningu” Viðhorfið sem við sem samfélag þyrftum að temja okkur er að hugsa að það sé frábært að fólk sem þurfi á því að halda fái loksins rétta greiningu og vonandi í kjölfarið viðeigandi stuðning og skilning. Við eigum að fagna því tækifæri sem rétt greining getur gefið fólki og hætta að ofhugsa þetta orð greining. Þetta er ekki einhver stimpill heldur mætti frekar hugsa þetta sem ákveðin leiðarvísi að sjálfinu. Þegar fólk fær greiningu er það enn sama manneskjan og það var fyrir en er nú með fleiri verkfæri í höndunum til að vinna í sjálfum sér og öðlast möguleika á betri lífsgæðum fyrir vikið. Mikilvægara er að skoða vel hvað það er sem veldur því að svo margir einstaklingar með ADHD og eða einhverfir einstaklingar fari í svo alvarlega kulnun Hvernig getum við sem samfélag spornað gegn því? Þegar fullorðnir aðilar leitast eftir greiningu er algengt að viðkomandi sé komin með heilsubresti annað hvort andlega, líkamlega eða bæði, á leið í kulnun eða komnir í kulnun. Það getur ekki talist eðlilegt ástand í velferðar samfélagi. Það er ítrekað talað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem þýðir að manneskja sem á þarf að halda fái sem allra fyrst þann stuðning sem hún þarf, nám, starf eða úrræði við hæfi. Nú hefur líka oft verið háværar umræður um hversu löng bið er eftir réttri greiningu og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það sem er tekið saman í greiningarferli er bæði æska viðkomandi og fullorðins ár þegar greining fer fram hjá eldri einstaklingum. Til að fá greiningu þá þurfa að hafa verið hamlandi einkenni frá unga aldri. Greining fer fram af fagfólki sem fer ítarlega yfir sögu og einkenni viðkomandi. Yfirleitt eru nær aðstandendur sem hafa þekkt viðkomandi lengi fengnir til að fylla út gátlista og svara spurningum um þann aðila sem er í greiningarferli. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði ADHD Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reglulega kemur upp sú umræða í samfélaginu að það sé verið að ofgreina ADHD og eða einhverfu Sumir kunna eflaust að hafa rök fyrir þeirri skoðun og halda því fram að á árum áður hafi ekki svona margir verið með greiningu enda er það rétt. En það sem gleymist að taka inn í myndina er sú þróun sem hefur átt sér stað á þessum tíma hvað varðar sérfræði þekkingu, aðgengi að fræðslu og upplýsinga og tæki til greininga. Við erum betur í stakk búin sem samfélag að grípa fyrr inn í en áður og aðstoða þau börn sem þurfa á greiningu að halda. En í þessari umræðu er ekki bara talað um greiningar á börnum Heldur eru líka margir að velta vöngum sínum yfir þessum fjölda greininga sem eiga sér nú stað hjá fullorðnum einstaklingum og á það bæði við ADHD og einhverfu greiningar. Meira að segja hefur heyrst talað um greiningar sem tískubylgju. Aftur gleymist að hafa í huga þær breytingar sem hafa átt sér stað, og í því samhengi þarf að hafa í huga að hér á árum áður var ekki mikið aðgengi að greiningu fyrir fullorðna. Þegar að meiri þekking og aukið aðgengi verður fyrir almenning að fræðslu um ADHD og einhverfu þá er það óhjákvæmilegt að sá hópur sem féll undir radarinn á sínum tíma fari að sjá hluti í nýju ljósi og vilja í kjölfarið fá greiningu þegar hún er í boði. Því greining er þegar upp er staðið sjálfsþekkingar tól sem getur breytt lífi fólks. Greining veitir fólki ekki bara möguleikann á að fá lyf í sumum tilfellum heldur fær fólk tækifæri á að skilja sjálft sig og margt í lífinu sínu betur. Að fá rétta greiningu getur líka ýtt undir það að fólk sem þarf á að halda fái viðunandi stuðning og skilning frá sínu nærumhverfi. Við verðum að vera meðvituð um þá staðreynd að ADHD og einhverfa er alls ekki eins hjá öllum Margir lenda í mörgum hindrunum á lífsleiðinni og án greiningar verða þær hindranir miklu alvarlegri, það er ekki mín skoðun heldur staðreynd sem hefur verið rannsökuð. Það er líka vitað að þeir einstaklingar sem fara í gegnum lífið án greiningu sem viðkomandi þyrfti á að halda og þar af leiðandi minni skilnings frá umhverfinu og minni skilning á sér sjálfum eru mun líklegra til að lenda í kulnun og heilsubrestum almennt. Það má ekki gera lítið úr mikilvægi þess að fá rétta greiningu því það að fá hana ekki getur verið háalvarlegt. Í verstu tilfellum endar það í dauða, því það að ganga í gegnum lífið án þess að skilja sig og án þess að upplifa að aðrir skilji sig getur haft afleiðingar eins og lágt sjálfsmat, kvíða, þunglyndi, fíknihegðun, sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvíg. Setningin “það eru allir nú dags með greiningu” Viðhorfið sem við sem samfélag þyrftum að temja okkur er að hugsa að það sé frábært að fólk sem þurfi á því að halda fái loksins rétta greiningu og vonandi í kjölfarið viðeigandi stuðning og skilning. Við eigum að fagna því tækifæri sem rétt greining getur gefið fólki og hætta að ofhugsa þetta orð greining. Þetta er ekki einhver stimpill heldur mætti frekar hugsa þetta sem ákveðin leiðarvísi að sjálfinu. Þegar fólk fær greiningu er það enn sama manneskjan og það var fyrir en er nú með fleiri verkfæri í höndunum til að vinna í sjálfum sér og öðlast möguleika á betri lífsgæðum fyrir vikið. Mikilvægara er að skoða vel hvað það er sem veldur því að svo margir einstaklingar með ADHD og eða einhverfir einstaklingar fari í svo alvarlega kulnun Hvernig getum við sem samfélag spornað gegn því? Þegar fullorðnir aðilar leitast eftir greiningu er algengt að viðkomandi sé komin með heilsubresti annað hvort andlega, líkamlega eða bæði, á leið í kulnun eða komnir í kulnun. Það getur ekki talist eðlilegt ástand í velferðar samfélagi. Það er ítrekað talað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar sem þýðir að manneskja sem á þarf að halda fái sem allra fyrst þann stuðning sem hún þarf, nám, starf eða úrræði við hæfi. Nú hefur líka oft verið háværar umræður um hversu löng bið er eftir réttri greiningu og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Það sem er tekið saman í greiningarferli er bæði æska viðkomandi og fullorðins ár þegar greining fer fram hjá eldri einstaklingum. Til að fá greiningu þá þurfa að hafa verið hamlandi einkenni frá unga aldri. Greining fer fram af fagfólki sem fer ítarlega yfir sögu og einkenni viðkomandi. Yfirleitt eru nær aðstandendur sem hafa þekkt viðkomandi lengi fengnir til að fylla út gátlista og svara spurningum um þann aðila sem er í greiningarferli. Höfundur er með miðilinn Lífsstefna þar sem hún er með fræðslu um geðheilsu, ADHD og einhverfu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, barna jógakennari og ráðgjafi.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar