Körfubolti

Til­þrif 18. um­ferðar í Subway-deild karla: Sirku­s­troð og varin skot

Smári Jökull Jónsson skrifar
Frank Aaron Booker kann að fagna alvöru tilþrifum.
Frank Aaron Booker kann að fagna alvöru tilþrifum. Vísir/Bára Dröfn

Farið var yfir helstu tilþrif 18. umferðar í Subway Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldi. Þar kennir ýmissa grasa þar sem troðslur og varin skot koma við sögu.

18. umferð Subway-deildar karla lauk á föstudaginn þegar Keflavík lagði Álftanes í tvíframlengdum leik. Í þættinum Subway Körfuboltakvöld á föstudagskvöld var farið yfir allt það helsta í umferðinni.

Stefán Árni Pálsson stjórnandi og sérfræðingarnir Sævar Sævarsson og Helgi Már Magnússon fóru meðal annars yfir tilþrif vikunnar.

Ragnar Nathanaelsson lenti meðal annars í því að skot frá honum var varið sem eflaust hefur ekki gerst oft á hans ferli. Grindvíkingar skelltu í alvöru sirkustroð og Tómas Valur Þrastarson og Kristófer Acox komu einnig við sögu líkt og svo oft áður.

„Ég ber svo mikla virðingu fyrir mönnum sem leggja það á sig að reyna að blokka svona háloftamenn. Þeir fá alltof sjaldan hrós,“ sagði Sævar þegar ein troðslan var sýnd.

„Takk,“ heyrðist þá í Helga Má sem greinilega kannaðist við aðstæðurnar sem Sævar lýsti.

Öll tilþrif vikunnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Tilþrif vikunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×