Bayern er í miklum eltingaleik við Leverkusen þetta tímabilið sem enn hefur ekki tapað leik í deildinni. Leverkusen vann sinn leik í gær og því sigur algjört skilyrði fyrir Bayern sem sótti Bochum heim, en Bochum er um miðja deild og hafði aðeins unnið fjóra leiki fyrir leikinn í dag.
Gestunum gekk lítið að nýta færin í dag eftir að hafa komist yfir í byrjun. Á 83. mínútu fékk Dayot Upamecano sitt annað gulaspjald og þar með rautt og Bochum fékk svo vítaspyrnu sem gerði endanlega út um leikinn, staðan orðin 3-1.
Harry Kane náði að klára eitt færi í uppbótartíma, en það var of lítið og of seint. Bayern er eftir leikinn með 50 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir taplausu toppliði Leverkusen.