Felldu tugi hermanna með HIMARS Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2024 16:00 Myndefni frá vettvangi árásarinnar sýnir fjölda fallinna hermanna. Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. Í frétt BBC er haft eftir heimildarmönnum að hermennirnir hafi safnast saman og hafi beðið eftir yfirmanni þeirra þegar tvær HIMARS eldflaugar lentu á túninu. Í frétt BBC segir að hermenn frá héraði í Síberíu hafi verið að bíða eftir einum yfirmanni þeirra nærri þorpinu Trudovske. Fregnir frá Úkraínu herma að minnst sextíu hermenn hafi fallið í árásinni. Myndefni sem rússneskir hermenn birtu í kjölfarið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir þær fregnir.- Á einu slíku myndbandi kvartar hermaður yfir því að mönnunum hafi verið skipað að hópast saman á opnu svæði. Þegar HIMARS eldflaugar hæfa skotmörk sín, dreifir sprengingin gífurlegum fjölda smárra kúlna úr þungstein eða wolfram (e. Tungsten) um svæðið. Eldflaugarnar geta valdið gífurlegum skaða á opnum svæðum. Áðurnefnt myndefni má sjá hér, en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Ríkisstjóri héraðsins sem hermennirnir koma frá, staðfesti í færslu á samfélagsmiðli að árásin hafi verið gerð en staðhæfði að tölur um mannfall væru ýktar. Hér að neðan má sjá myndband af annarri HIMARS-árás á dögunum. A russian "Lancet" launcher was destroyed in the southern direction by a precise HIMARS hit. Great teamwork of the @SOF_UKR operators and artillerymen. pic.twitter.com/Juc8IebvCs— Defense of Ukraine (@DefenceU) February 20, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02 Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05 Mest lesið Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Innlent Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Erlent Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Innlent Viktor Arman lést af slysförum á Esjunni Innlent Gáfu fjölskyldu Víglundar draumavél feðganna Innlent Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Erlent Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Erlent Umferðarslys austan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Réðust á tómstundamiðstöð fyrir útlendinga þegar óeirðir héldu áfram Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Fækka í sendiráðinu í Bagdad vegna öryggisógnar Púað á Trump í Kennedy Center og mótmælin breiðast út Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Ró að færast yfir LA eftir fjögur hundruð handtökur Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Súdanar flýja undan sveitum Haftars „Rasísk glæpamennska“ hélt áfram á Norður-Írlandi í nótt Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump Þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Íslendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa foreldra“ Kona látin eftir stunguárás í Noregi Þungi færist í árásir Rússa: „Þetta er orðið partur af okkar lífi“ Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin Tíu látnir í Graz: Byssumaðurinn sagður vera gamall nemandi Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Einar hörðustu árásirnar á Kænugarð til þessa Níu látnir eftir skotárás í Austurríki Hundruð milljóna um allan heim muni eignast færri börn en þau vilja Greta Thunberg á leið heim til Svíþjóðar Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Newsom ætlar að kæra Trump Sannfærð um sakleysi eiginmannsins og segir hann hetjuna sína Sjá meira
Í frétt BBC er haft eftir heimildarmönnum að hermennirnir hafi safnast saman og hafi beðið eftir yfirmanni þeirra þegar tvær HIMARS eldflaugar lentu á túninu. Í frétt BBC segir að hermenn frá héraði í Síberíu hafi verið að bíða eftir einum yfirmanni þeirra nærri þorpinu Trudovske. Fregnir frá Úkraínu herma að minnst sextíu hermenn hafi fallið í árásinni. Myndefni sem rússneskir hermenn birtu í kjölfarið á samfélagsmiðlum rennur stoðum undir þær fregnir.- Á einu slíku myndbandi kvartar hermaður yfir því að mönnunum hafi verið skipað að hópast saman á opnu svæði. Þegar HIMARS eldflaugar hæfa skotmörk sín, dreifir sprengingin gífurlegum fjölda smárra kúlna úr þungstein eða wolfram (e. Tungsten) um svæðið. Eldflaugarnar geta valdið gífurlegum skaða á opnum svæðum. Áðurnefnt myndefni má sjá hér, en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Ríkisstjóri héraðsins sem hermennirnir koma frá, staðfesti í færslu á samfélagsmiðli að árásin hafi verið gerð en staðhæfði að tölur um mannfall væru ýktar. Hér að neðan má sjá myndband af annarri HIMARS-árás á dögunum. A russian "Lancet" launcher was destroyed in the southern direction by a precise HIMARS hit. Great teamwork of the @SOF_UKR operators and artillerymen. pic.twitter.com/Juc8IebvCs— Defense of Ukraine (@DefenceU) February 20, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02 Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34 Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05 Mest lesið Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Hætt eftir tveggja mánaða störf fyrir borgarstjóra Innlent Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Erlent Landlæknir sviptir Kalla Snæ lækningaleyfi Innlent Viktor Arman lést af slysförum á Esjunni Innlent Gáfu fjölskyldu Víglundar draumavél feðganna Innlent Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Erlent Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Erlent Umferðarslys austan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Réðust á tómstundamiðstöð fyrir útlendinga þegar óeirðir héldu áfram Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Ísraelar sagðir undirbúa árásir á Íran Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Fækka í sendiráðinu í Bagdad vegna öryggisógnar Púað á Trump í Kennedy Center og mótmælin breiðast út Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Ró að færast yfir LA eftir fjögur hundruð handtökur Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Súdanar flýja undan sveitum Haftars „Rasísk glæpamennska“ hélt áfram á Norður-Írlandi í nótt Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Musk sér eftir sumum færslunum sem hann birti um Trump Þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki „Stundin sem við höfum óttast er runnin upp“ Íslendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa foreldra“ Kona látin eftir stunguárás í Noregi Þungi færist í árásir Rússa: „Þetta er orðið partur af okkar lífi“ Rússar líta ekki lengur á Bandaríkin sem sinn helsta óvin Tíu látnir í Graz: Byssumaðurinn sagður vera gamall nemandi Rekur bólusetningaráð stjórnvalda á einu bretti Einar hörðustu árásirnar á Kænugarð til þessa Níu látnir eftir skotárás í Austurríki Hundruð milljóna um allan heim muni eignast færri börn en þau vilja Greta Thunberg á leið heim til Svíþjóðar Sendir tvö þúsund þjóðvarðliða til viðbótar til Los Angeles Sjö hundruð landgönguliðar á leið til Los Angeles Newsom ætlar að kæra Trump Sannfærð um sakleysi eiginmannsins og segir hann hetjuna sína Sjá meira
Saka Rússa um að myrða særða stríðsfanga í Avdívka Rússneskir hermenn hafa verið sakaðir um að taka særða úkraínska hermenn af lífi í borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Mennirnir voru skildir eftir þegar úkraínski herinn yfirgaf borgina en forsvarsmenn hersins segja að samið hafi verið við Rússa um að hlúa að mönnunum, þar sem ekki var hægt að flytja þá á brott vegna meiðsla þeirra. 20. febrúar 2024 17:02
Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. 20. febrúar 2024 12:34
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Rússar náðu yfirráðum í lofti yfir Avdívka Útlit er fyrir að hersveitum Rússa hafi tekist að ná yfirráðum í háloftunum yfir borginni Avdívka í austurhluta Úkraínu. Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt gerist frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. 18. febrúar 2024 17:05