Ungt fólk vill völd Geir Finnsson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Félagasamtök Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar