Dýrasta spilið kostar 140 þúsund krónur Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2024 21:52 Gunnar Valur G. Hermannsson og Barði Páll Böðvarsson, eigendur Pokéhallarinnar. Vísir/Sigurjón Eina Pokémon-verslun landsins hefur stækkað við sig vegna mikillar velgengni. Stök spil geta kostað tugi þúsunda króna en eigendurnir segja viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. Pokéhöllin, eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig í Pokémon-varningi, var opnuð fyrst árið 2021 í Glæsibæ. Velgengni búðarinnar varð til þess að eigendurnir fundu sig knúna til þess að stækka við sig og flytja í tvöhundruð fermetra húsnæði í Skeifunni. Allt úti Pokémon-varningi Í versluninni fæst allt til alls, Pokémon-spil, pakkar, bangsar, fígúrur, leikir og annar varningur. Fólk hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist þessum litlu skrímslum sem birtust fyrst á sjónarsviðinu árið 1996. „Það var náttúrulega eftir aðv ið opnuðum hóp á Facebook þar sem við vorum að selja Pokémon og það var orðið allt of stórt. Það var bara glufa á markaðnum fyrir sérvöruverslun með Pokémon. Við ákváðum að kýla á það,“ segir Gunnar Valur G. Hermannsson, annar eigenda Pokéhallarinnar. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? „Mjög vel. Fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, einnig eigandi verslunarinnar. Pokéhöllin er paradís Pokémon-aðdáandans.Vísir/Sigurjón Rándýr spil Að safna Pokémon-spilum er ekki ódýrt sport og kostar dýrasta spil verslunarinnar 137 þúsund krónur. Fólk er til í að greiða fúlgu fjár fyrir réttu spilin. Er fólk að koma hingað að kaupa spil á þrjátíu þúsund krónur? „Já, það er bara á hverjum degi sem það gerist,“ segir Gunnar. Dýrasta spil verslunarinnar er ansi dýrt.Vísir/Sigurjón Þá er hægt að fá enn meiri pening fyrir spilin þegar búið er að safna öllum úr sama settinu líkt þau sem eru í þessum ramma hér fyrir neðan, og fást saman á 250 þúsund krónur. Téður rammi þar sem má finna öll spilin úr steingervinga-setti Pokémon. Verðmiðinn? Litlar 250 þúsund krónur.Vísir/Sigurjón Er fólk að hengja svona upp á vegg heima hjá sér í stofunni við hliðina á sjónvarpinu? „Eða bara taka sjónvarpið í burtu og setja þetta í staðinn,“ segir Gunnar. Óopnaður pakki eldri en fréttamaður Það er líka hægt að safna óopnuðum pökkum. Elsti pakkinn í versluninni var framleiddur árið 1999, ári áður en fréttamaður fæddist, og hefur aldrei verið opnaður. „Maður var að kaupa þetta á fjögur hundruð kall í Pennanum eða BT, hvað sem þetta var. Og í dag er einn svona pakki að lágmarki á 45 þúsund krónur,“ segir Gunnar. Pokémon-spilin eru misdýr og fylgir verðið hinni klassísku hagfræðijöfnu, framboð og eftirspurn.Vísir/Sigurjón Ef ég kaupi svona pakka, er ég að opna hann? „Ég persónulega myndi ekki opna hann því hann er 25 ára gamall og maður veit aldrei hvort maður fái spil sem kosta undir þúsund krónur eða hvort þú fáir spil sem kosta tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund. Þannig maður veit aldrei hvað maður fær,“ segir Gunnar. Verslun Reykjavík Borðspil Grín og gaman Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Pokéhöllin, eina verslunin á Íslandi sem sérhæfir sig í Pokémon-varningi, var opnuð fyrst árið 2021 í Glæsibæ. Velgengni búðarinnar varð til þess að eigendurnir fundu sig knúna til þess að stækka við sig og flytja í tvöhundruð fermetra húsnæði í Skeifunni. Allt úti Pokémon-varningi Í versluninni fæst allt til alls, Pokémon-spil, pakkar, bangsar, fígúrur, leikir og annar varningur. Fólk hefur gríðarlegan áhuga á öllu sem tengist þessum litlu skrímslum sem birtust fyrst á sjónarsviðinu árið 1996. „Það var náttúrulega eftir aðv ið opnuðum hóp á Facebook þar sem við vorum að selja Pokémon og það var orðið allt of stórt. Það var bara glufa á markaðnum fyrir sérvöruverslun með Pokémon. Við ákváðum að kýla á það,“ segir Gunnar Valur G. Hermannsson, annar eigenda Pokéhallarinnar. Hvernig hefur þetta gengið hingað til? „Mjög vel. Fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, einnig eigandi verslunarinnar. Pokéhöllin er paradís Pokémon-aðdáandans.Vísir/Sigurjón Rándýr spil Að safna Pokémon-spilum er ekki ódýrt sport og kostar dýrasta spil verslunarinnar 137 þúsund krónur. Fólk er til í að greiða fúlgu fjár fyrir réttu spilin. Er fólk að koma hingað að kaupa spil á þrjátíu þúsund krónur? „Já, það er bara á hverjum degi sem það gerist,“ segir Gunnar. Dýrasta spil verslunarinnar er ansi dýrt.Vísir/Sigurjón Þá er hægt að fá enn meiri pening fyrir spilin þegar búið er að safna öllum úr sama settinu líkt þau sem eru í þessum ramma hér fyrir neðan, og fást saman á 250 þúsund krónur. Téður rammi þar sem má finna öll spilin úr steingervinga-setti Pokémon. Verðmiðinn? Litlar 250 þúsund krónur.Vísir/Sigurjón Er fólk að hengja svona upp á vegg heima hjá sér í stofunni við hliðina á sjónvarpinu? „Eða bara taka sjónvarpið í burtu og setja þetta í staðinn,“ segir Gunnar. Óopnaður pakki eldri en fréttamaður Það er líka hægt að safna óopnuðum pökkum. Elsti pakkinn í versluninni var framleiddur árið 1999, ári áður en fréttamaður fæddist, og hefur aldrei verið opnaður. „Maður var að kaupa þetta á fjögur hundruð kall í Pennanum eða BT, hvað sem þetta var. Og í dag er einn svona pakki að lágmarki á 45 þúsund krónur,“ segir Gunnar. Pokémon-spilin eru misdýr og fylgir verðið hinni klassísku hagfræðijöfnu, framboð og eftirspurn.Vísir/Sigurjón Ef ég kaupi svona pakka, er ég að opna hann? „Ég persónulega myndi ekki opna hann því hann er 25 ára gamall og maður veit aldrei hvort maður fái spil sem kosta undir þúsund krónur eða hvort þú fáir spil sem kosta tíu, tuttugu, þrjátíu þúsund. Þannig maður veit aldrei hvað maður fær,“ segir Gunnar.
Verslun Reykjavík Borðspil Grín og gaman Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent