PSG og Kielce eru í A-riðli og voru jöfn að stigum fyrir leik kvöldsins. Það var þó ekki að sjá en heimamenn unnu einkar þægilegan níu marka sigur í kvöld. Haukur gerði hvað hann gat í liði gestanna og skoraði þrjú mörk.
Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka átti ágætis leik í marki PSG og lagði grunninn að sigrinum með sinni 42 prósent markvörslu en alls varði hann 19 skot.
speechless #ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/jpSkPj2ULs
— EHF Champions League (@ehfcl) February 22, 2024
Í hinum leik kvöldsins í A-riðli vann topplið Kiel sex marka sigur á RK Pelister, lokatölur 29-26.
Staðan í A-riðli er þannig að Kiel er á toppnum með 18 stig að loknum 12 leikjum. Álaborg kemur þar á eftir með 16, PSG er með stigi minna á meðan Kielce og Pick Szeged eru með 13.
Í B-riðli vann Veszprém þriggja marka sigur á GOG, 34-31. Bjarki Már Elísson kom ekki við sögu hjá sigurliðinu. Þá vann Barcelona sjö marka sigur á Porto, lokatölur 40-33.