„Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2024 11:40 Jón Axel Guðmundsson í leiknum á móti Ungverjum í gærkvöldi. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingurinn í íslenska landsliðinu hefur mátt upplifa sérstakan vetur. Hann er að spila sem atvinnumaður á Spáni en á meðan er heimabærinn hans rýmdur og hvert gosið á fætur öðru kemur upp við bæinn. Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu unnu flottan sigur á Ungverjum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í gær. Draumur íslenska liðsins um sæti á Eurobasket 2025 lifir því góðu lífi. Jón Axel skilaði í leiknum 7 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum á rúmum 27 mínútum en hitti ekki vel. Grindvíkingur í húð og hár Þetta er búinn að vera mjög sérstakur vetur fyrir Jón Axel sem spilar sem atvinnumaður með Alicante liðinu á Spáni. Hann er náttúrulega Grindvíkingur í húð og hár og hefur fylgst með úr fjarska þegar fjölskyldan hans þurfti að flýja bæinn. Jón Axel segir þjálfara sinn hafa sýnt honum mikinn skilning á þessum óvissutímum. Aron Guðmundsson ræddi við Jón Axel um Grindavík fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM 2025. „Það hefur þannig séð verið mjög erfitt út af því að það er búin að vera mikil óvissa. Sérstaklega fyrir fólk sem býr í Grindavík. Fyrir fólk eins og mig sem búa erlendis, þá hef ég minna að missa heldur en aðrir Grindvíkingar af því að ég bý bara í útlöndum,“ sagði Jón Axel Guðmundsson. Fer að ofhugsa einhverja hluti „Það sem gerist meira fyrir mig er að maður fer að ofhugsa einhverja hluti. Sérstaklega þegar maður er klukkutíma á undan og það byrjar að gjósa klukkan ellefu að kvöldi til. Þá á maður að vera kominn í háttinn og æfing kannski 8.30 daginn eftir. Þá er kannski erfið nótt fram undan,“ sagði Jón Axel. „Sem betur fer er þjálfarinn og ég með mjög mikið traust okkar á milli. Ef það kemur eitthvað fyrir á Íslandi þá lesa menn alveg fréttir í heiminum. Hann spyr mig strax á æfingu hvernig nóttin var fyrir mig,“ sagði Jón Axel. Hikar ekki við að gefa mér frí „Hann hikar ekki við að gefa mér frí á æfingu ef að það hefur verið erfið nótt. Þeir hjá Alicante félaginu hafa verið mjög skilningsríkir gagnvart mér varðandi stöðuna á Íslandi. Það hefur hjálpað mikið en auðvitað er þetta andlegt sjokk þegar bærinn fer undir eldgos og maður veit ekki hvað er að fara að gerast næst,“ sagði Jón Axel. Það hefur verið mikil samstaða með Grindvíkingum á Íslandi og þá sérstaklega í kringum körfuboltaliðið sem hefur staðið sig mjög vel þrátt fyrir að þurfa að spila heimaleiki sína í Smáranum. „Það er geggjað að sjá. Þarna er bara á ferðinni körfuboltafjölskyldan á Íslandi sem við höfum talað um undanfarin ár og í gegnum allt. Það var geggjað að sjá það að um leið og þetta gerðist hvað það voru mörg félög á Íslandi sem buðust til að hjálpa yngri flokkum og meistaraflokkum með æfingaaðstöðu og annað,“ sagði Jón Axel. Körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild „Það er geggjað að sjá hversu körfuboltafjölskyldan er stór og mikil heild á Íslandi. Leyfa þessum strákum að komast í eina umhverfið þar sem þú þarf ekki að hugsa um Grindavík. Þegar þú kemur inn á völlinn þá hreinsast allt í huganum og ég held að það sé að halda Grindavík dálítið á floti núna,“ sagði Jón Axel. Það má sjá Jón Axel ræða Grindavík hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel um Grindavík
Landslið karla í körfubolta Grindavík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira