Börnin á Gaza Þorvaldur Víðisson skrifar 23. febrúar 2024 10:35 Við finnum okkur vanmáttug Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum. Við tökum undir mótmæli allra þeirra sem mótmæla stríði og ofbeldi. Við tökum einnig undir hvatningu til stjórnvalda, og jafnvel mótmæli vegna aðgerðarleysis. Við leggjum fjármagn til hjálparsamtaka sem stuðla að friði. Við viljum gera meira, við viljum leggja okkar að mörkum. En þrátt fyrir þetta er það tilfinning vanmáttar sem er ríkjandi í hjörtum okkar. Það er vont að finna sig vanmáttugan gagnvart þeim hrylling sem þarna á sér stað. Þeir sem líða helst í stríði eru þeir sem síst skyldi, börnin og aðrir í viðkvæmri stöðu, hvort sem það er í Úkraínu, á Gaza eða hvar sem ófriður ríkir. Raddir barnanna á Gaza í Bústaðakirkju Nauðsynlegt er að hlusta á reynslu þeirra sem líða, reynslu barnanna, að samfélagið heyri raddir barnanna. Raddir barnanna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 13. UNICEF hefur safnað slíkum reynslusögum og verður völdum reynslusögum miðlað, þar sem krakkar úr starfi kirkjunnar munu ljá þeim rödd sína. Bænin stundum eina leiðin Sá texti sem lesinn er í kirkjum landsins þennan sunnudaginn fjallar m.a. um bænina. Þar miðlar Jesús þeim djúpa sannleika að stundum er bænin eini farvegurinn sem við höfum gagnvart raunum mannlífsins. Ég tel að við ættum að taka undir þá hvatningu Jesú og biðja fyrir börnunum á Gaza, að Guð verndi börnin á Gaza og bjargi þeim úr þessum háska og vitanlega að Guð verndi öll börn í heiminum. Biðja fyrir friði í heiminum, í Úkraínu, á Gaza og hvarvetna sem ófriður ríkir. Til viðbótar við allt hitt sem við gerum og leggjum að mörkum til góðs fyrir mann og heim, líf og framtíð, skulum við einnig biðja. Biðja algóðan Guð um frið, því með samstilltu bænaátaki geta kraftaverkin gerst. Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Við finnum okkur vanmáttug Við finnum okkur vanmáttug gagnvart þeim hrylling sem á sér stað á Gaza. Við styðjum þá einstaklinga sem fara á staðinn og leita uppi fólkið sem hefur fengið heimild til að tilheyra íslensku samfélagi, á grundvelli fjölskyldusameininga. Við gleðjumst og fögnum yfir hugrekki þeirra og dugnaði, þökkum þeim frumkvæðið og að þau skuli framkvæma það sem við mörg hugsum. Við tökum undir mótmæli allra þeirra sem mótmæla stríði og ofbeldi. Við tökum einnig undir hvatningu til stjórnvalda, og jafnvel mótmæli vegna aðgerðarleysis. Við leggjum fjármagn til hjálparsamtaka sem stuðla að friði. Við viljum gera meira, við viljum leggja okkar að mörkum. En þrátt fyrir þetta er það tilfinning vanmáttar sem er ríkjandi í hjörtum okkar. Það er vont að finna sig vanmáttugan gagnvart þeim hrylling sem þarna á sér stað. Þeir sem líða helst í stríði eru þeir sem síst skyldi, börnin og aðrir í viðkvæmri stöðu, hvort sem það er í Úkraínu, á Gaza eða hvar sem ófriður ríkir. Raddir barnanna á Gaza í Bústaðakirkju Nauðsynlegt er að hlusta á reynslu þeirra sem líða, reynslu barnanna, að samfélagið heyri raddir barnanna. Raddir barnanna á Gaza verða á dagskránni í Bústaðakirkju á sunnudaginn klukkan 13. UNICEF hefur safnað slíkum reynslusögum og verður völdum reynslusögum miðlað, þar sem krakkar úr starfi kirkjunnar munu ljá þeim rödd sína. Bænin stundum eina leiðin Sá texti sem lesinn er í kirkjum landsins þennan sunnudaginn fjallar m.a. um bænina. Þar miðlar Jesús þeim djúpa sannleika að stundum er bænin eini farvegurinn sem við höfum gagnvart raunum mannlífsins. Ég tel að við ættum að taka undir þá hvatningu Jesú og biðja fyrir börnunum á Gaza, að Guð verndi börnin á Gaza og bjargi þeim úr þessum háska og vitanlega að Guð verndi öll börn í heiminum. Biðja fyrir friði í heiminum, í Úkraínu, á Gaza og hvarvetna sem ófriður ríkir. Til viðbótar við allt hitt sem við gerum og leggjum að mörkum til góðs fyrir mann og heim, líf og framtíð, skulum við einnig biðja. Biðja algóðan Guð um frið, því með samstilltu bænaátaki geta kraftaverkin gerst. Höfundur er prestur í Fossvogsprestakalli, Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar