Sáðlát yfir andlit með valdi litið alvarlegri augum í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2024 16:01 Rannsókn málsins hófst að beiðni Barnaverndar haustið 2021 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá því að hafa um sumarið orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á heimili sínu. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili hennar í júlí sumarið 2021. Hann var nítján ára þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu kynnst á Instagram fyrr um daginn. Landsréttur þyngdi refsingu úr héraði þar sem maðurinn fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir blygðunarsemi. Gareese Joshua Gray var sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa án samþykkis og með ólögmætum hætti haft kynferðismök önnur en samræði við stúlkuna. Sannað þótti að hann hefði nuddað getnaðarlim sínum við andlit stúlkunnar þar sem hann sat klofvega yfir henni. Þannig hefði hann haldið henni þar til hann fékk sáðlát yfir andlit hennar. Gray fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi sem heimfærði brot hans undir ákvæði um blygðunarsemi. Landsréttur taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að háttsemi Grays hefði haft kynferðislegt gildi fyrir hann og komið í stað hefðbundins samræðis. Því teldist um að ræða önnur kynferðismök í merkingu laganna og ætti brot hans að heyra undir ákvæði laganna um nauðgun en ekki blygðunarsemi. Landsréttur leit til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði miðað við sakavottorð ekki áður fengið refsingu. Aftur á móti leit Landsréttur til þess að brotin voru framin gegn stúlku sem var ung að aldri og inni á heimili hennar þar sem hún átti sér einskis ills von. Þótti tveggja ára fangelsi og 1,1 milljón króna í miskabætur til stúlkunnar hæfileg refsing. Þriðji maður með í för Nauðgunin átti sér stað á heimili stelpunnar en þangað höfðu Gray og vinur hans komið til þess að spjalla og hlusta á tónlist. Gray og stúlkan höfðu kynnst fyrr um daginn á Instagram en á þessum tíma þekkti hún einnig aðeins til hins mannsins sem kom með. Saman voru þau þrjú að spjalla þegar þriðji maðurinn yfirgaf herbergið. Hann hafði þá tekið eftir því að Gray og stúlkan væru nálægt hvoru öðru og leið óþægilega með þeim. Hann kvaðst ætla að fara út í búð og að hann kæmi aftur. Stúlkan sagði Gray hafa orðið afar ágengan eftir þetta. Hún hefði fært sig undan og sagst vilja kynnast honum betur. Hún vildi ekki gera neitt kynferðislegt strax. Á endanum hafi hún gefist upp og að beiðni Grays sest klofvega á hann þar sem hann lá á bakinu í rúminu. Hann reyndi að snerta brjóst hennar en hún leyfði honum ekki að gera það. Vildi bara að þetta yrði búið Gray hafi beðið hana um að gera eitthvað kynferðislegt með sér en hún færst undan. Þá hafi hann beðið hana um að kyssa lim sinn og hún gert það. Fyrir dómi sagðist hún hafa gert það „því ég vildi bara að þetta væri búið.“ Hann reyndi þá að fara ofan í buxur hennar en hún stoppaði hann. Gray hafi að lokum gefist upp og hún farið ofan af honum og lagst á bakið. Hann hafi haldið áfram að suða í henni en sest svo klofvega á hnjánum yfir efri hluta líkama hennar. Hann hafi tekið typpið á sér út og byrjaði að fróa sér. Hún hafi ítrekað að hún vildi þetta ekki því hún vildi fá að kynnast honum betur. Stúlkan lýsti því að hafa lokað augunum og reynt að ýta Gray frá sér með því að þrýsta á maga hans og segja að hún vildi þetta ekki. Typpi hans hafi verið afar nálægt andliti hennar og hann fengið sáðlát yfir hana. Þá hafi hún farið af henni og hún inn á bað að þrífa sig. Neitaði sök Gray lýsti atburðarásinni öðruvísi, þau hafi einungis verið að kyssast og spjalla. Stúlkan hafi snert líkama hans og beðið um að fá að sjá lim hans. Hann hafi sýnt henni hann og hún hafi flissað. Þetta hafi einungis verið um stutta stund því hinn maðurinn hafi komið skömmu síðar aftur. Hann hafi aldrei fengið sáðlát yfir stelpuna. Eftir að Gray yfirgaf íbúðina með vini sínum þá sendi hann á stelpuna skilaboð á Instagram. Meðal þess sem hann sendi var „You didn’t really push me like that“ eftir að stúlkan sendi á hann „you know i tried to push you away and told you i wanted to chil and get to know each other better“. Héraðsdómur taldi skilaboðin ekki hafa mikið sönnunargildi en Landsréttur leit til þeirra með hliðsjón af framburði vitna. Systur stúlkunnar og þriðja mannsins sem síðar átti eftir að eiga í ástarsambandi með stúlkunni. Hún trúverðug en hann ekki Stúlkan þótti einlæg og trúverðug í frásögn og var framburður hennar að mati héraðsdóms nákvæmur og ýkjulaus. Svör hennar við spurningum voru óhikuð þrátt fyrir að hún væri sýnilega í miklu uppnámi. Framburður mannsins var aftur á móti ótrúverðugur að mati héraðsdóms. Frásögn hans var ekki bein, hvorki skýr né nákvæm. Ítreka þurfti tilteknar spurningar og var hann þokukenndur í frásögn sinni. Að mati dómsins var frásögn stelpunnar trúverðug en mannsins ekki. Dómurinn tók einnig mið af framburði starfsmanns Barnaverndar sem hafði rætt við stelpuna og fjölskyldu hennar. Dæmdi héraðsdómur Gray í níu mánaða fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Landsréttur tók undir það að framburður stúlkunnar væri mjög trúverðugur. Verknaðurinn var aftur á móti heimfærður undir ákvæði um nauðgun eins og fyrr segir. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsi. Dómur Landsréttar. Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Gareese Joshua Gray var sakfelldur fyrir nauðgun með því að hafa án samþykkis og með ólögmætum hætti haft kynferðismök önnur en samræði við stúlkuna. Sannað þótti að hann hefði nuddað getnaðarlim sínum við andlit stúlkunnar þar sem hann sat klofvega yfir henni. Þannig hefði hann haldið henni þar til hann fékk sáðlát yfir andlit hennar. Gray fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi sem heimfærði brot hans undir ákvæði um blygðunarsemi. Landsréttur taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að háttsemi Grays hefði haft kynferðislegt gildi fyrir hann og komið í stað hefðbundins samræðis. Því teldist um að ræða önnur kynferðismök í merkingu laganna og ætti brot hans að heyra undir ákvæði laganna um nauðgun en ekki blygðunarsemi. Landsréttur leit til þess við ákvörðun refsingar að hann hefði miðað við sakavottorð ekki áður fengið refsingu. Aftur á móti leit Landsréttur til þess að brotin voru framin gegn stúlku sem var ung að aldri og inni á heimili hennar þar sem hún átti sér einskis ills von. Þótti tveggja ára fangelsi og 1,1 milljón króna í miskabætur til stúlkunnar hæfileg refsing. Þriðji maður með í för Nauðgunin átti sér stað á heimili stelpunnar en þangað höfðu Gray og vinur hans komið til þess að spjalla og hlusta á tónlist. Gray og stúlkan höfðu kynnst fyrr um daginn á Instagram en á þessum tíma þekkti hún einnig aðeins til hins mannsins sem kom með. Saman voru þau þrjú að spjalla þegar þriðji maðurinn yfirgaf herbergið. Hann hafði þá tekið eftir því að Gray og stúlkan væru nálægt hvoru öðru og leið óþægilega með þeim. Hann kvaðst ætla að fara út í búð og að hann kæmi aftur. Stúlkan sagði Gray hafa orðið afar ágengan eftir þetta. Hún hefði fært sig undan og sagst vilja kynnast honum betur. Hún vildi ekki gera neitt kynferðislegt strax. Á endanum hafi hún gefist upp og að beiðni Grays sest klofvega á hann þar sem hann lá á bakinu í rúminu. Hann reyndi að snerta brjóst hennar en hún leyfði honum ekki að gera það. Vildi bara að þetta yrði búið Gray hafi beðið hana um að gera eitthvað kynferðislegt með sér en hún færst undan. Þá hafi hann beðið hana um að kyssa lim sinn og hún gert það. Fyrir dómi sagðist hún hafa gert það „því ég vildi bara að þetta væri búið.“ Hann reyndi þá að fara ofan í buxur hennar en hún stoppaði hann. Gray hafi að lokum gefist upp og hún farið ofan af honum og lagst á bakið. Hann hafi haldið áfram að suða í henni en sest svo klofvega á hnjánum yfir efri hluta líkama hennar. Hann hafi tekið typpið á sér út og byrjaði að fróa sér. Hún hafi ítrekað að hún vildi þetta ekki því hún vildi fá að kynnast honum betur. Stúlkan lýsti því að hafa lokað augunum og reynt að ýta Gray frá sér með því að þrýsta á maga hans og segja að hún vildi þetta ekki. Typpi hans hafi verið afar nálægt andliti hennar og hann fengið sáðlát yfir hana. Þá hafi hún farið af henni og hún inn á bað að þrífa sig. Neitaði sök Gray lýsti atburðarásinni öðruvísi, þau hafi einungis verið að kyssast og spjalla. Stúlkan hafi snert líkama hans og beðið um að fá að sjá lim hans. Hann hafi sýnt henni hann og hún hafi flissað. Þetta hafi einungis verið um stutta stund því hinn maðurinn hafi komið skömmu síðar aftur. Hann hafi aldrei fengið sáðlát yfir stelpuna. Eftir að Gray yfirgaf íbúðina með vini sínum þá sendi hann á stelpuna skilaboð á Instagram. Meðal þess sem hann sendi var „You didn’t really push me like that“ eftir að stúlkan sendi á hann „you know i tried to push you away and told you i wanted to chil and get to know each other better“. Héraðsdómur taldi skilaboðin ekki hafa mikið sönnunargildi en Landsréttur leit til þeirra með hliðsjón af framburði vitna. Systur stúlkunnar og þriðja mannsins sem síðar átti eftir að eiga í ástarsambandi með stúlkunni. Hún trúverðug en hann ekki Stúlkan þótti einlæg og trúverðug í frásögn og var framburður hennar að mati héraðsdóms nákvæmur og ýkjulaus. Svör hennar við spurningum voru óhikuð þrátt fyrir að hún væri sýnilega í miklu uppnámi. Framburður mannsins var aftur á móti ótrúverðugur að mati héraðsdóms. Frásögn hans var ekki bein, hvorki skýr né nákvæm. Ítreka þurfti tilteknar spurningar og var hann þokukenndur í frásögn sinni. Að mati dómsins var frásögn stelpunnar trúverðug en mannsins ekki. Dómurinn tók einnig mið af framburði starfsmanns Barnaverndar sem hafði rætt við stelpuna og fjölskyldu hennar. Dæmdi héraðsdómur Gray í níu mánaða fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot. Landsréttur tók undir það að framburður stúlkunnar væri mjög trúverðugur. Verknaðurinn var aftur á móti heimfærður undir ákvæði um nauðgun eins og fyrr segir. Var refsingin því ákveðin tveggja ára fangelsi. Dómur Landsréttar.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn blygðunarsemi Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrr í þessum mánuði tvítugan karlmann í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn blygðunarsemi stelpu sumarið 2021. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa fengið sáðlát yfir andlit konunnar gegn hennar vilja. Maðurinn var nítján ára þegar atvikið átti sér stað en stúlkan nýorðin sextán ára. 22. febrúar 2023 08:31