Davíð kemur frá Kalmar FF í Svíþjóð en þar hefur hann leikið síðan 2022. Hann er 28 ára gamall vinstri bakvörður uppalinn hjá Breiðabliki. Davíð á 15 A-landsleiki að baki auk leikja fyrir u21 og u19 ára landslið Íslands.
Cracovia er eins og nafnið bendir til í borginni Kraká. Félagið er rótgróið, stofnað 1906 og fimm sinnum orðið pólskur meistari en er sem stendur í níunda sæti deildarinnar.
⚪️🔴🇮🇸
— CRACOVIA (@MKSCracoviaSSA) February 25, 2024
Þ𝗮ð 𝗲𝗿 𝗼𝗽𝗶𝗻𝗯𝗲𝗿𝘁: Davíð Kristján Ólafsson piłkarzem Pasów! ✍️
🔗 Więcej szczegółów 👉 https://t.co/S4nBXy6ufE pic.twitter.com/lOdayRrKZV
„Nú bíða Davíðs ný ævintýri og við viljum óska honum góðs gengis ásamt kærum þökkum fyrir baráttuna sem hann lagði fram í treyju Kalmar“ sagði í tilkynningu á heimasíðu Kalmar FF.