Gengur hægt að koma fólki til landsins á meðan sprengjum rignir yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2024 12:28 Palestínumenn virða fyrir sér eyðilegginguna í kjölfar árásar Ísraelsmanna á Rafah-borg í dag. Abed Rahim Khatib/Anadolu via Getty Vonir standa nú til að viðræður um vopnahlé og gíslaskipti milli Ísraelsmanna og Hamas skili árangri, en ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt að senda fulltrúa til Katar til slíkra viðræðna. Íslenskur sjálfboðaliði í Egyptalandi segir ganga hægt að koma fólki af Gasa á meðan stjórnvöld taki ekki þátt. Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Áður höfðu Ísraelsmenn fundað á laun með samninganefndum frá Katar, Bandaríkjunum og Egyptalandi í París en viðræðunum verður nú fram haldið í Katar. Ísraelsmenn hafa þó ítrekað að lausn gíslanna muni ekki þýða að stríðinu ljúki. Sprengjum hefur rignt yfir Khan Younis-borg, á suðvestur-Gasa, en minnst 86 manns hafa týnt lífi í árásum Ísraels á Gasa frá því í gær. Heildartala látinna frá 7. október er rúmlega 29 þúsund, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas. Sjálfboðaliðar á fullu Hanna Símonardóttir hefur verið í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, síðan á mánudag. Stöðugt flæði sjálfboðaliða sem vilji koma fólki til Íslands er til og frá Kaíró. Markmið sjálfboðaliðanna er að komast að á sérhæfðri ferðaskrifstofu, sem getur komið því í kring að fólk fái að fara yfir landamærin. Hanna Símonardóttir er stödd úti í Kaíró. Hún hefur tekið tvo drengi í fóstur sem eiga fjölskyldu á Gasa. Þeir eru með dvalarleyfi og bíða þess að fá samþykkta fjölskyldusameiningu. „Þær eru að fara þrjár heim í dag og fylgja hluta þess hóps sem komst yfir landamærin yfir helgina. Fylgja þeim heim seint í kvöld. Þá verðum við orðin fjögur eftir, og von á fleirum á morgun,“ segir Hanna Símonardóttir. Hún hefur ekki tekið ákvörðun um hversu lengi hún verði úti, en hún hefur fóstrað tvo palestínska drengi á Íslandi sem eiga fjölskyldur á Gasa. Sótt hefur verið um fjölskyldusameiningu fyrir þá. „Og vitum að það á að vera í forgangi hjá Útlendingastofnun, fjölskyldusameining palestínsks fólks, og vonum að það sé. Okkur skilst að það sé bara herslumunurinn sem vantar upp á að þeirra umsóknir séu samþykktar.“ Drengirnir eru með dvalarleyfi hér á landi, en fjallað var um mál þeirra í síðasta mánuði: Þakka fyrir hvert mannslíf Umsóknin verði vonandi afgreidd eftir helgi. Þá verði fjölskyldur þeirra komnar með leyfi til dvalar á Íslandi, og bætist aftast í röðina á lista sjálfboðaliðanna, sem styttist hægt. „Við erum að ná að skrá svona fjóra til fimmtán í hverri ferð á skrifstofuna.“ Á meðan ekki sé hreyfing í málum fulltrúa sem utanríkisráðuneytið sendi til Egyptalands, sem geti ekki keypt þjónustu af skrifstofunni, haldi sjálfboðaliðarnir áfram þó hægt gangi. „Við þökkum auðvitað fyrir hvert einasta mannslíf sem við getum náð, en þetta er í svo litlum skömmtum hjá okkur. En það yrði svo stór sigur að ná fjöldanum,“ segir Hanna Símonardóttir.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira