Skaðabótakröfu konu vísað frá eftir að hún sigrar jólatréskastkeppni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2024 08:20 Dómarinn sagði jólatréð hafa verið stórt og augljóst að staðhæfingar Grabska væru ýktar. Getty Dómstóll í Limerick á Írlandi hefur vísað frá máli konu sem krafði tryggingafélag sitt um 650 þúsund pund vegna meiðsla sem hún hlaut í bílslysi. Dómarinn tók ákvörðunina eftir að hafa séð mynd af konunni kasta jólatré. Kamila Grabska, 36 ára, sagðist hvorki hafa getað unnið né leikið við börnin sín í fimm ár vegna meiðsla á hálsi og baki sem hún hlaut í bílslysi árið 2017. Höfðaði hún mál á hendur tryggingarfélagi sínu til að fá bætur greiddar út vegna meintrar örorku. Dómarinn Carmel Stewart sá sér hins vegar ekki annað fært en að vísa kröfunni frá eftir að hafa séð mynd sem dagblað birti af Grabska að kasta jólatré, í jólatréskastkeppni sem haldin var í fjáröflunarskyni í janúar árið 2018. Grabska sigraði í kvennaflokki keppninnar. „Þetta er mjög stórt, lifandi jólatré og því er kastað af henni af miklum fimleika,“ hafði Irish Independent eftir dómaranum. „Ég er hræddur að ég geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar hennar hafi verið algjörlega ýktar. Á þeirri forsendu hyggst ég vísa kröfunum frá.“ Congratulations to #Ennisns parent Kamila Grabska who won the ladies event at the Christmas tree throwing competition in Ennis yesterday & featured in today s Irish Independent newspaper! Maith thù! pic.twitter.com/XUMAoUD01L— Ennis NationalSchool (@ennisns) January 8, 2018 Grabska hafði haldið því fram að hún hefði ekki getað lyft þungum pokum án þess að upplifa mikinn sársauka. Hún hefði neyðst til að segja upp starfinu sínu og þiggja örorkubætur. Krafan á hendur tryggingafélaginu náði til tapaðra tekna en Grabska hafði einnig haldið því fram að hún ætti erfitt með að fara fram úr rúminu suma dag og að eiginmaður hennar þyrfti að færa henni lyfin hennar. Um myndina sagði Grabska að hún hefði freistað þess að lifa eðlilegu lífi og hefði verið kvalin þrátt fyrir að vera brosandi á myndunum sem voru birtar frá keppninni. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í dómsal var einnig birt myndskeið þar sem Grabska sást þjálfa hundinn sinn í um klukkutíma. Dómarinn sagði hegðun hennar þannig í engu samræmi við staðhæfingar hennar. Guardian greindi frá. Írland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Kamila Grabska, 36 ára, sagðist hvorki hafa getað unnið né leikið við börnin sín í fimm ár vegna meiðsla á hálsi og baki sem hún hlaut í bílslysi árið 2017. Höfðaði hún mál á hendur tryggingarfélagi sínu til að fá bætur greiddar út vegna meintrar örorku. Dómarinn Carmel Stewart sá sér hins vegar ekki annað fært en að vísa kröfunni frá eftir að hafa séð mynd sem dagblað birti af Grabska að kasta jólatré, í jólatréskastkeppni sem haldin var í fjáröflunarskyni í janúar árið 2018. Grabska sigraði í kvennaflokki keppninnar. „Þetta er mjög stórt, lifandi jólatré og því er kastað af henni af miklum fimleika,“ hafði Irish Independent eftir dómaranum. „Ég er hræddur að ég geti ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að staðhæfingar hennar hafi verið algjörlega ýktar. Á þeirri forsendu hyggst ég vísa kröfunum frá.“ Congratulations to #Ennisns parent Kamila Grabska who won the ladies event at the Christmas tree throwing competition in Ennis yesterday & featured in today s Irish Independent newspaper! Maith thù! pic.twitter.com/XUMAoUD01L— Ennis NationalSchool (@ennisns) January 8, 2018 Grabska hafði haldið því fram að hún hefði ekki getað lyft þungum pokum án þess að upplifa mikinn sársauka. Hún hefði neyðst til að segja upp starfinu sínu og þiggja örorkubætur. Krafan á hendur tryggingafélaginu náði til tapaðra tekna en Grabska hafði einnig haldið því fram að hún ætti erfitt með að fara fram úr rúminu suma dag og að eiginmaður hennar þyrfti að færa henni lyfin hennar. Um myndina sagði Grabska að hún hefði freistað þess að lifa eðlilegu lífi og hefði verið kvalin þrátt fyrir að vera brosandi á myndunum sem voru birtar frá keppninni. Það bætti hins vegar ekki úr skák að í dómsal var einnig birt myndskeið þar sem Grabska sást þjálfa hundinn sinn í um klukkutíma. Dómarinn sagði hegðun hennar þannig í engu samræmi við staðhæfingar hennar. Guardian greindi frá.
Írland Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira