Stjórnlaust örríki Sævar Þór Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 11:30 Það er víða vandi við stjórnun þessa lands. Stjórnarflokkarnir eru langt því frá samstíga við stjórnun landsins og mikil ólga á meðla þeirra. Það sem heldur þeim hugsanlega saman er ástandið í efnahagsmálum og ástandið í Grindavík. Þetta er eins og hjá hjónum sem eru búin að ákveða að skilja en ætla að hanga saman fram yfir jól, svona fyrir börnin. Leiða má líkum að því að eftir skilnaðinn verði skiptin ekki jöfn og þar hallar eflaust mest á Vinstri-græn sem fara hvað verst út úr þessu ef marka má kannanir. Þá má þó ekki gleyma einum mikilvægum þætti í þessu og það eru völdin sem stjórnmálamenn virðist halda fast í og vilja ekki sleppa hendinni af þrátt fyrir óánægju innan eigin raða með stjórnarsamstarfið. En vandinn er ekki bara misklíð á stjórnarheimilinu því landið virðist vera sumpart stjórnlaust. Það væri of langt mál að skrifa um það allt í grein þessari á þessum fallega sunnudegi en staðreyndin er sú að ef horft er á vandamálin sem steðja að þessari þjóð þá má vel draga þá ályktun að landið sé á barmi stjórnleysis. Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum. Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir. Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum eins og sjá má á nýlegu dæmi um bónuskerfi skattaeftirlitsins þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist - því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim. Sama er hægt að segja um dómstóla landsins þar sem engin stjórnsýsla er til staðar og dómstjórar ráða lögum og lofum án eftirlits. Líklega er Ísland eina Norðurlandaþjóðin sem viðhefur slíkt kerfi sem er í reynd galið að ekki sé meira gagnsæi við stjórnun dómstólanna, sem eiga að útdeila réttlæti í landinu. Í lokin ekki gleyma höfuðborginni okkar sem ræðst á almenna borgara með sektargreiðslum vegna bílastæða sem fólk hefur nýtt í áratugi. Sumir kalla þetta enn eitt dæmið um aðförina að einkabílnum en kannski er borgin bara orðin svona blönk eftir áralanga vinstri slagsíðu og stjórnleysi í fjármálum. Það er alveg ljóst að þessi þjóð þarf nú kjarkmikla stjórnmálamenn sem þora að móta raunhæfa stefnu í þessum málum sem er hægt að vinna þannig að stjórnsýslan og stjórnun landsins verði markviss og gagnsæ. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er víða vandi við stjórnun þessa lands. Stjórnarflokkarnir eru langt því frá samstíga við stjórnun landsins og mikil ólga á meðla þeirra. Það sem heldur þeim hugsanlega saman er ástandið í efnahagsmálum og ástandið í Grindavík. Þetta er eins og hjá hjónum sem eru búin að ákveða að skilja en ætla að hanga saman fram yfir jól, svona fyrir börnin. Leiða má líkum að því að eftir skilnaðinn verði skiptin ekki jöfn og þar hallar eflaust mest á Vinstri-græn sem fara hvað verst út úr þessu ef marka má kannanir. Þá má þó ekki gleyma einum mikilvægum þætti í þessu og það eru völdin sem stjórnmálamenn virðist halda fast í og vilja ekki sleppa hendinni af þrátt fyrir óánægju innan eigin raða með stjórnarsamstarfið. En vandinn er ekki bara misklíð á stjórnarheimilinu því landið virðist vera sumpart stjórnlaust. Það væri of langt mál að skrifa um það allt í grein þessari á þessum fallega sunnudegi en staðreyndin er sú að ef horft er á vandamálin sem steðja að þessari þjóð þá má vel draga þá ályktun að landið sé á barmi stjórnleysis. Í innflytjendamálum ríkir algjört stjórnleysi eða stefnuleysi sem lýsir sér í hömlulausum fjárútlátum og getuleysi í því að móta stefnu til að taka á þeim málum. Afgreiðsla mála er seinvirk sem kostar þessa litlu þjóð gríðlega fjármuni. Geta til að taka á móti fólki eða sinna þörfum þess er á þolmörkum. Önnur þjónusta líka, s.s. við borgara þessa lands hvort sem það er í heilbrigðiskerfinu og á sviði félagsþjónustu. Öldrunarmál eru reyndar í ógöngum vegna stefnuleysis. Aldraðir einstaklingar sem þurfa þjónustu eða sértæk úrræði enda á biðlista eftir þjónustu og stundum mætti halda að stefna í málaflokknum væri einfaldlega að bíða eftir því að viðkomandi falli frá svo ekki þurfi að sinna honum. Þá kárnar gamanið í samgöngumálum þar sem stefnan er að skattleggja borgara þessa lands enn frekar til að viðhalda vegakerfi sem átti upphaflega að viðhalda með annarri skattheimtu sem virðist ekki lengur duga til þess. Þá virðist stefnubreyting hafa skyndilega orðið í rafbílavæðingunni með nýrri skattheimtu sem hefur dregið verulega úr kaupum á rafbílum. Það er kannski bara gott því innviðir eru hvort eð er ekki tilbúnir til að taka á móti nýjum rafbílum og orkuskortur virðist yfirvofandi í orkumálum. Efnahagsmálin eru heldur ekki góð því hér er óðaverðbólga sem virðist ekki vera hægt að ná tökum á. Það stoppaði samt ekki stjórnvöld í að halda stóra veislu fyrir stórþjóðir heimsins sem kostaði okkur milljarða bara svo ásýnd landsins yrði betri út á við en innihald var fyrir. Embættismannakerfið svokallaða þrífst vel í þessum aðstæðum eins og sjá má á nýlegu dæmi um bónuskerfi skattaeftirlitsins þar sem starfsmenn eftirlitsins gátu skaffað sér háa bónusa á kostnað skattgreiðenda með því að kreist meira út úr skattgreiðendum, því meira sem var kreist - því meira fengu þeir í eigin vasa. Þetta þótti embættismönnum hið best mál þar til upp komst og fjölmiðlar fóru að þjarma að þeim. Sama er hægt að segja um dómstóla landsins þar sem engin stjórnsýsla er til staðar og dómstjórar ráða lögum og lofum án eftirlits. Líklega er Ísland eina Norðurlandaþjóðin sem viðhefur slíkt kerfi sem er í reynd galið að ekki sé meira gagnsæi við stjórnun dómstólanna, sem eiga að útdeila réttlæti í landinu. Í lokin ekki gleyma höfuðborginni okkar sem ræðst á almenna borgara með sektargreiðslum vegna bílastæða sem fólk hefur nýtt í áratugi. Sumir kalla þetta enn eitt dæmið um aðförina að einkabílnum en kannski er borgin bara orðin svona blönk eftir áralanga vinstri slagsíðu og stjórnleysi í fjármálum. Það er alveg ljóst að þessi þjóð þarf nú kjarkmikla stjórnmálamenn sem þora að móta raunhæfa stefnu í þessum málum sem er hægt að vinna þannig að stjórnsýslan og stjórnun landsins verði markviss og gagnsæ. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir Skoðun