Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2024 15:16 Victor Orban forsætisráðherra Ungverjalands. EPA-EFE/FILIP SINGER Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins er vitnað til ræðu ungverska forsætisráðherrans á þinginu frá því fyrr í dag. Hann segir aðild Svía styrkja öryggi Ungverja. Greidd verða atkvæði um umsókn Svía síðdegis í dag. Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi drógu bæði lappirnar í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkir samþykktu umsóknina loksins í janúar eftir að sænsk stjórnvöld höfðu fallist á kröfur landsins um afhendingu á meintum uppreisnarmönnum Kúrda sem tyrknesk stjórnvöld hafa haft á lista yfir þá sem þau kalla hryðjuverkamenn. Orban og félagar meðal ungverskra stjórnvalda hafa verið hliðhollari Rússum en önnur stjórnvöld innan Evrópusambandsins. Þannig voru ungversk stjórnvöld einnig þau síðustu til að samþykkja aukinn stuðning til Úkraínu vegna innrásar Rússlands í landið. Gerðu vopnakaupasamning fyrir helgi Hefur sænska ríkisútvarpið haft eftir sérfræðingi í málinu að það sæti furðu að Ungverjar hafi dregið lappirnar eins lengi í málinu og raun ber vitni. Haft er eftir Viktori Orban forsætisráðherra Ungverjalands að ný samþykktur samningur um vopnasölu á milli landanna hafi vissulega haft áhrif. Greint var frá því á föstudag að ungversk og sænsk stjórnvöld hefðu gert með sér samninga um kaup fyrrnefndra stjórnvalda á fjórum Saab orrustuþotum frá Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar fagnaði samningnum. Hefur Viktor Orban sagt að með samningum hafi tekist að endurskapa traust á milli landanna. NATO snúist þegar hólminn er komið alfarið um traust. NATO Ungverjaland Svíþjóð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins er vitnað til ræðu ungverska forsætisráðherrans á þinginu frá því fyrr í dag. Hann segir aðild Svía styrkja öryggi Ungverja. Greidd verða atkvæði um umsókn Svía síðdegis í dag. Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi drógu bæði lappirnar í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkir samþykktu umsóknina loksins í janúar eftir að sænsk stjórnvöld höfðu fallist á kröfur landsins um afhendingu á meintum uppreisnarmönnum Kúrda sem tyrknesk stjórnvöld hafa haft á lista yfir þá sem þau kalla hryðjuverkamenn. Orban og félagar meðal ungverskra stjórnvalda hafa verið hliðhollari Rússum en önnur stjórnvöld innan Evrópusambandsins. Þannig voru ungversk stjórnvöld einnig þau síðustu til að samþykkja aukinn stuðning til Úkraínu vegna innrásar Rússlands í landið. Gerðu vopnakaupasamning fyrir helgi Hefur sænska ríkisútvarpið haft eftir sérfræðingi í málinu að það sæti furðu að Ungverjar hafi dregið lappirnar eins lengi í málinu og raun ber vitni. Haft er eftir Viktori Orban forsætisráðherra Ungverjalands að ný samþykktur samningur um vopnasölu á milli landanna hafi vissulega haft áhrif. Greint var frá því á föstudag að ungversk og sænsk stjórnvöld hefðu gert með sér samninga um kaup fyrrnefndra stjórnvalda á fjórum Saab orrustuþotum frá Svíþjóð. Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar fagnaði samningnum. Hefur Viktor Orban sagt að með samningum hafi tekist að endurskapa traust á milli landanna. NATO snúist þegar hólminn er komið alfarið um traust.
NATO Ungverjaland Svíþjóð Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira