Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Fjölskyldan hefur komið sér vel fyrir í Síerra Leóne. Það var einn kyrrlátan sunnudagsmorgun í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum sem þau hjónin Regína Bjarnadóttir og Henry Alexender Henrysson sátu og lásu blöðin. Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Regína rekur þá augun í atvinnuauglýsingu sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Regína var þá forstöðumaður greiningardeildar Arion banka og Henry kenndi heimspeki við Háskóla Íslands og víðar. En þarna var auglýst draumastarfið, það vantaði framkvæmdastjóra Auroru Velgjörðarsjóðs fyrir Síerra Leóne. Regína, sem er þróunarhagfræðingur að mennt, sótti um og fékk starfið árið 2015. Framan af var hún og fjölskyldan að flakka á milli Íslands og Síerra Leóne en fyrir sjö árum ákváðu þau að flytja alfarið með börnin sín þrjú. Nú er hins vegar elsta dóttir þeirra flutt aftur til Íslands enda á leið í háskólanám. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar og höfuðborgin Freetown þar sem þau búa er að flestu, ef ekki öllu, leyti ákaflega ólík Reykjavík eins og Lóa Pind Aldísardóttir komst að þegar hún heimsótti fjölskylduna fyrir þáttaröðina Hvar er best að búa?. Fjölskyldunni líður vel í Freetown og Emma, 14 ára dóttir þeirra, segir Síerra Leóne vera sinn uppáhaldsstað í heiminum. En ýmislegt tekur á, meðal annars að fóta sig í tilveru þar sem meirihluta manna er bláfátækur. Eitt það erfiðasta sem þau hafa lent í, er þegar náið samstarfsfólk, hefur stolið frá þeim verðmætum. Eins og fram kemur í myndbrotinu sem hér fylgir. Höfum lært hvernig traust virkar „En traust er náttúrlega dálítið flókið fyrirbæri,“ segir Henry, „og sumir einstaklingar sem hafa verið mjög nánir okkur og verið mikið með okkur - við hefðum alveg getað treyst þeim fyrir lífi barnanna okkar en því miður höfum við ekki getað treyst þeim fyrir að hafa peninga aðgengilega. Við höfum lært það hér hvernig traust virkar.“ Regína segir það áfall að átta sig á að ekki sé hægt að treysta fólki sem er þér nákomið fyrir peningum. „Það tekur á að ganga í gegnum slíkt.“ Henry bætir við: „En maður þarf að skilja hvar maður er og hvernig líf fólks er hérna og freista þeirra ekki. Þetta er líka á okkar ábyrgð.“ Í 3. þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind þau Regínu, Henry og börnin þeirra tvö til Freetown í Síerra Leóne. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 3. þáttar er Sigurður Már Davíðsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Síerra Leóne Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“