
Hvar er best að búa?

Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði
„Þú getur leigt fína íbúð hérna á þessu svæði fyrir svona 50-60 þúsund kall. Þannig að ef þú ert með 150-200 þúsund krónur á mánuði, þá lifir þú bara eins og kóngur,“ segir Brynleifur Siglaugsson, 54 ára heimshornaflakkari og ævintýramaður sem býr á þremur stöðum í heiminum; í Hveragerði, Lettlandi og á Díaní Beach í Kenía.

Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði
Í kaótískri höfuðborg Kenía, Naíróbí, býr Anna Þóra Baldursdóttir ásamt 6 ára gamalli dóttur sinni Amelíu Henný.

Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi
Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum.

Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“
„Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída.

Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi
Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum.

Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó
„Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó.

Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“
„Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum.

Byggja draumavillu með sundlaug sem kostar sextán milljónir
Þegar Björn Páll Pálsson, 34 ára, kláraði stúdentinn frá Menntaskólanum á Akureyri komst bara eitt að, hann vildi út í heim til að ferðast.

Unnur og Brynjar keyptu 200 fermetra einbýli á 4,5 milljónir
„Af hverju við fluttum? Það var sett á sölu húsið sem við bjuggum í og leigumarkaðurinn var algjörlega glataður. Ég varð svo pirruð yfir þessu að ég sagði bara: Af hverju prófum við ekki eitthvað nýtt?“ segir Unnur Eygló Bjarnadóttir en þau Brynjar Ingimarsson eiginmaður hennar ákváðu fyrir nokkrum árum að freista gæfunnar í finnskri sveit.

Róbert og Guðný keyptu húsbílinn fyrir legókubba
„Við vildum bara prófa eitthvað nýtt. Komast í meiri hita,“ segir Róbert Halbergsson og kona hans Guðný Matthíasdóttir bætir við: „og komast að því hvar er best að búa.“

Hamingjusamari í Síerra Leóne en á Íslandi
„Þetta er mjög líflegt land og það er mjög skemmtilegt að búa hérna,“ segir Henry Alexander Henrysson en þau Regína Bjarnadóttir búa ásamt börnum sínum tveimur í einu fátækasta ríki veraldar Síerra Leóne.

Erfiðast þegar náið samstarfsfólk stal frá þeim
Það var einn kyrrlátan sunnudagsmorgun í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum sem þau hjónin Regína Bjarnadóttir og Henry Alexender Henrysson sátu og lásu blöðin.

Fann franskan kærasta skömmu eftir tökur
„Mig hafði alltaf dreymt um að flytja til Frakklands, alveg frá því ég var unglingur,“ segir Unnur Sara Eldjárn sem seldi íbúðina sína í Reykjavík og yfirgaf öryggið á Íslandi til að elta drauminn um að búa í Frakklandi fyrir fáeinum árum.

Thelma býr í deilihúsi í Tókýó
Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan.

Hanna skartgripi í Dúbaí: Flughjón vilja verða veldi
„Markmiðið er að afla tekna á meðan við sofum,“ segir Þóra Eiríksdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hannesi Inga Guðmundssyni, og þremur börnum þeirra í arabíska furstadæminu Dúbaí.

Margfaldur heimsmeistari bauð Þorgils út til Taílands og þau hjónin stukku á tækifærið
Lóa Pind heimsótti Klöru Valgerði Ingu Haraldsdóttur og Þorgils Eið Einarsson í síðasta þætti af Hvar er best að búa, sem var á Stöð 2 í gærkvöldi.

Ingi og Nína búa í húsbíl og flakka um Evrópu
Lóa Pind heimsótti systkini sem hafa farið ólíkar leiðir í lífinu í síðasta þætti af Hvar er best að búa sem var á dagskrá á Stöð 2 í gærkvöldi.

Seldu íbúð á Íslandi á 55 milljónir og keyptu einbýlishús á 8,5 milljónir í Danmörku
Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti hjónin Hjördísi Ingvarsdóttur og Magnús Guðfinnsson sem seldu litla blokkaríbúð á Íslandi og fengu í staðinn skuldlaust krútthús í þorpi á Jótlandi.

Draumurinn að sigla um heimsins höf og búa með börnin fimm um borð
Kristján og Hildur búa í dag á eyjunni Menorca rétt utan við ferðamannastaðinn Mallorca.

Einar og Ólöf keyptu sér 500 fermetra óðalsetur í Bandaríkjunum
Lóa Pind Aldísardóttir fékk að kynnast fjölskyldu sem flutti til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri.

Strategían að flytja í miðju Covid heppnaðist
„Maður getur auðvitað bara hannað lífið, eins og maður vill hafa það,“ segir Einar Sævarsson frumkvöðull og einn af stofnendum midi.is sem flutti ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Viktorsdóttur svæfingarlækni og sonum til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri.

Haffi og Agla bjuggu sér til paradísarheimili á La Palma
Eigendur Happie Furniture, Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir hafa komið sér vel fyrir á Kanarí.

Auðvitað er Ísland ekki best í heimi!
„Ég trúi því varla ennþá hvurslags lán það var þegar fyrrverandi sjónvarpsstjóri var einhvern tímann á hlaupum inn á fund og henti þessari setningu í fangið á mér: „Hvar er best að búa?“. Ég held að hún hafi verið að pæla í þáttaröð um það í hvaða sveitarfélagi á Íslandi er best að búa, en einhvern veginn möndlaðist það þannig í höndunum á mér að þetta varð mun skemmtilegra djobb“

Vann í lottó og keypti íbúð á Kanarí eftir þrjátíu ár á fátæktarmörkum
Andri Hrannar Einarsson hefur verið með annan fótinn á eyjunni Gran Canaria síðan 2012. Hann er 52 ára í dag en þrettán dögum eftir fimmtugsafmælið breyttist líf í einni svipan.

Keyptu fjögurra herbergja íbúð á 16 milljónir
Þórunn Jónsdóttir býr ásamt yngra barni sínu og kúbverskum eiginmanni í fjallaþorpinu Valsequillo á eyjunni Gran Canaria í Kanaríeyjaklasanum. Þau fluttu þangað frá Íslandi, meðal annars af því að þau áttu erfitt með að finna daggæslu fyrir dóttur sína.

Búa í helli á Kanarí en nafni Gunnars lék þau grátt
Í síðasta þætti af Hvar er best að búa skellti Lóa Pind sér á Kanarí.

Óhugsandi að flytja frá börnunum
Halla Margrét Jóhannesdóttir er 38 ára umsjónarmaður á friðlýstu svæði í Ardeche héraði í Frakklandi. Hún býr þar ásamt börnunum sínum tveimur Eyjulín sem er 8 ára og Ámunda Loup sem er 6 ára.

Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar
„Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni.

Breyttist úr innipúka í útivistarmann og hreindýraskyttu
Hjónin Ingunn Ásgeirsdóttir og Egill Þorri Steingrímsson fluttu ásamt yngri syni sínum, Kára Egilssyni, til Grænlands árið 2018, eftir fimm ára dvöl í Brussel.

Lífið þarf að vera spennandi áskorun
„Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju.