Guðjón Þórðar sæmdur gullmerki ÍA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 06:30 Guðjón Þórðarson var sigursæll bæði sem leikmaður og þjálfari Skagaliðsins. Getty/Neal Simpson Skagamenn hafa látið Guðjón Þórðarson fá gullmerki félagsins fyrir frábært framlag hans til knattspyrnunnar á Akranesi. Guðjón er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍA, bæði sem leikmaður og þjálfari. Alls hefur hann hjálpað Skagamönnum að vinna átta Íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla sem annað hvort leikmaður eða þjálfari. Guðjón er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild með 213 leiki. Hann stýrði liðinu líka í 102 leikjum í efstu deild. Alls kom hann því að 315 leikjum Skagamanna í deild þeirra bestu. Guðjón varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu sem leikmaður, fyrst 1974 og síðast 1984. Hann var leikmaður liðsins sem vann tvöfalt tvö sumur í röð 1983-1984. Guðjón var maðurinn á bak við sigurgöngu liðsins á tíunda áratug síðustu aldar. Hann tók við liðinu eftir fall úr efstu deild 1990. Skagamenn unnu 1. deildina 1991 og urðu svo Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992. Árið eftir vann ÍA síðan tvöfalt og er almennt talið besta lið sem hefur spilað á Íslandi. Guðjón fór í KR í tvö ár en kom síðan aftur heim og vann tvöfalt með Skagaliðið sumarið 1996. Liðið hafði þá unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð og alls sjö stóra titla á fimm árum. „Guðjón hefur staðið öðrum þjálfurum framar á Íslandi í áraraðir og þótti brautryðjandi í þjálfun. Hann hefur sýnt árangur sem erfitt er að leika eftir. Það er sannur heiður að heiðra Guðjón með gullmerki fyrir hans frábæra framlag til knattspyrnunnar á Akranesi,“ segir á miðlum Skagamanna um heiðursveitinguna. View this post on Instagram A post shared by ÍA Akranes FC (@ia_akranes) ÍA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Guðjón er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með ÍA, bæði sem leikmaður og þjálfari. Alls hefur hann hjálpað Skagamönnum að vinna átta Íslandsmeistaratitla og sjö bikarmeistaratitla sem annað hvort leikmaður eða þjálfari. Guðjón er leikjahæsti leikmaður ÍA í efstu deild með 213 leiki. Hann stýrði liðinu líka í 102 leikjum í efstu deild. Alls kom hann því að 315 leikjum Skagamanna í deild þeirra bestu. Guðjón varð fimm sinnum Íslandsmeistari með Skagaliðinu sem leikmaður, fyrst 1974 og síðast 1984. Hann var leikmaður liðsins sem vann tvöfalt tvö sumur í röð 1983-1984. Guðjón var maðurinn á bak við sigurgöngu liðsins á tíunda áratug síðustu aldar. Hann tók við liðinu eftir fall úr efstu deild 1990. Skagamenn unnu 1. deildina 1991 og urðu svo Íslandsmeistarar sem nýliðar sumarið 1992. Árið eftir vann ÍA síðan tvöfalt og er almennt talið besta lið sem hefur spilað á Íslandi. Guðjón fór í KR í tvö ár en kom síðan aftur heim og vann tvöfalt með Skagaliðið sumarið 1996. Liðið hafði þá unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð og alls sjö stóra titla á fimm árum. „Guðjón hefur staðið öðrum þjálfurum framar á Íslandi í áraraðir og þótti brautryðjandi í þjálfun. Hann hefur sýnt árangur sem erfitt er að leika eftir. Það er sannur heiður að heiðra Guðjón með gullmerki fyrir hans frábæra framlag til knattspyrnunnar á Akranesi,“ segir á miðlum Skagamanna um heiðursveitinguna. View this post on Instagram A post shared by ÍA Akranes FC (@ia_akranes)
ÍA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira