Macron útilokar ekki að senda hermenn inn í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2024 06:44 Frakkar eru uggandi yfir stöðu mála í Úkraínu, þar sem Rússar virðast vera með yfirhöndina. AP/Gonzalo Fuentes Emmanuel Macron Frakklandsforseti vildi ekki útiloka í gær að hermenn Evrópuríkja yrðu sendir inn í Úkraínu. Ítrekaði hann hins vegar að ekkert samkomulag lægi fyrir þar að lútandi. Ummælin lét forsetinn falla á fundi sem hann boðaði til um stöðu mála í Úkraínu, í tilraun til að viðhalda og efla stuðning við Úkraínumenn. Sagði hann ekkert liggja fyrir um að senda hermenn inn í Úkraínu en að það ætti ekki að útiloka þann möguleika. „Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að Rússar fari ekki með sigur af hólmi,“ sagði Macron. Forsetinn benti á að það sem áður var talið ógerlegt, til að mynda að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum og orrustuþotum, hefði verið gert. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að ná markmiði okkar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuleiðtogi ræðir það opinberlega að styðja Úkraínu með því að senda hermenn inn í landið. Macron sagði enda að afstaða Rússa hefði breyst. „Þeir freista þess að ná auknu landsvæði á sitt vald og hafa augastað ekki bara á Úkraínu heldur einnig mörgum öðrum ríkjum, þannig að það er mikil ógn sem stafar af Rússum,“ sagði forsetinn. Sagði hann sigur á Rússum nauðsynlegan til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Meðal viðstaddra á fundinum voru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Andrzej Duda, forseti Póllands, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Þá voru einnig viðstaddir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada. Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Úkraína Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Ummælin lét forsetinn falla á fundi sem hann boðaði til um stöðu mála í Úkraínu, í tilraun til að viðhalda og efla stuðning við Úkraínumenn. Sagði hann ekkert liggja fyrir um að senda hermenn inn í Úkraínu en að það ætti ekki að útiloka þann möguleika. „Við munum gera allt sem við getum til að tryggja að Rússar fari ekki með sigur af hólmi,“ sagði Macron. Forsetinn benti á að það sem áður var talið ógerlegt, til að mynda að sjá Úkraínumönnum fyrir langdrægum vopnum og orrustuþotum, hefði verið gert. „Við þurfum að gera allt sem við getum til að ná markmiði okkar.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópuleiðtogi ræðir það opinberlega að styðja Úkraínu með því að senda hermenn inn í landið. Macron sagði enda að afstaða Rússa hefði breyst. „Þeir freista þess að ná auknu landsvæði á sitt vald og hafa augastað ekki bara á Úkraínu heldur einnig mörgum öðrum ríkjum, þannig að það er mikil ógn sem stafar af Rússum,“ sagði forsetinn. Sagði hann sigur á Rússum nauðsynlegan til að tryggja frið og öryggi í Evrópu. Meðal viðstaddra á fundinum voru Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, Andrzej Duda, forseti Póllands, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. Þá voru einnig viðstaddir sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada.
Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Úkraína Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira