Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir mögulegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum en líklegar á næstu sólarhringum. Vísir/Einar Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. Hættustig á nokkrum svæðum í kringum Svartsengi var hækkað síðdegis í gær og nú hafa um átta milljónir rúmmetra á kviku safnast saman undir Svartsengi. Miðað við fyrri eldgos hafa líkur á gosi aukist þegar magnið nær átta til þrettán milljón rúmmetrum og náðust neðri mörkin þannig í dag. „Það safnast stöðugt þarna fyrir og þetta er svipað eins og Elliðaárnar, sem er að flæða þarna inn af kviku. Þetta eru 5-6 rúmmetrar á sekúndu. Það er hálf milljón rúmmetra á sólarhring og nú er komið á það stig sem hefur brostið á með gosi upp úr þessu. Ef þetta hegðar sér eins gæti það alveg gerst núna á næstu klukkustundum en líklegt að það gerist á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega til um hvenær gosið fer af stað. „Við erum bara undir þetta búin og svo tökum við því sem höndum ber.“ Hann varar enn við því að líklegt sé að lítill sem enginn fyrirvari verði á eldgosinu, enda greið leið fyrir kvikuna upp á yfirborðið. Lítil skjálftavirkni hefur mælst í kvikuganginum undanfarna daga. „Sem að segir okkur ekkert sérstaklega mikið. Það hefur verið frekar hvasst og þá er næmni kerfisins ekki jafn mikil. Það er erfitt að draga miklar ályktanir en enn sem komið er segir ekkert að þetta sé að byrja. Það er líklegt að það gerist á næstu sólarhringum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Hættustig á nokkrum svæðum í kringum Svartsengi var hækkað síðdegis í gær og nú hafa um átta milljónir rúmmetra á kviku safnast saman undir Svartsengi. Miðað við fyrri eldgos hafa líkur á gosi aukist þegar magnið nær átta til þrettán milljón rúmmetrum og náðust neðri mörkin þannig í dag. „Það safnast stöðugt þarna fyrir og þetta er svipað eins og Elliðaárnar, sem er að flæða þarna inn af kviku. Þetta eru 5-6 rúmmetrar á sekúndu. Það er hálf milljón rúmmetra á sólarhring og nú er komið á það stig sem hefur brostið á með gosi upp úr þessu. Ef þetta hegðar sér eins gæti það alveg gerst núna á næstu klukkustundum en líklegt að það gerist á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega til um hvenær gosið fer af stað. „Við erum bara undir þetta búin og svo tökum við því sem höndum ber.“ Hann varar enn við því að líklegt sé að lítill sem enginn fyrirvari verði á eldgosinu, enda greið leið fyrir kvikuna upp á yfirborðið. Lítil skjálftavirkni hefur mælst í kvikuganginum undanfarna daga. „Sem að segir okkur ekkert sérstaklega mikið. Það hefur verið frekar hvasst og þá er næmni kerfisins ekki jafn mikil. Það er erfitt að draga miklar ályktanir en enn sem komið er segir ekkert að þetta sé að byrja. Það er líklegt að það gerist á næstu sólarhringum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30
Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46
Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00