Liverpool þurfi kraftaverk eftir nýjustu tíðindi af meiðslalistanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 17:46 Meiðslalisti Liverpool er orðinn ansi langur. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ef á að nást að stroka einhver nöfn út af meiðslalistanum fyrir leik liðsins gegn Southampton í ensku bikarkeppninni annað kvöld. Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“ Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira