Aguero um orðróminn: Algjör lygi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 10:31 Pep Guardiola ræðir málin við Sergio Aguero í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Getty/Michael Regan Sergio Aguero segir ekkert til í því að hann ætli að hefja æfingar með argentínska félaginu Independiente. Orðrómur fór af stað í vikunni um að Aguero ætlaði að taka skóna af hillunni og byrja aftur að spila fótbolta í heimalandinu. Aguero setti fótboltaskóna upp á hillu í desember 2021 en hann var þá leikmaður Barcelona. Ástæðan voru hjartsláttartruflanir sem þvinguðu hann til að hætta aðeins 33 ára gamall. „Þetta er algjör lygi. Ég er ekki að fara að æfa með Independiente,“ sagði Aguero. Góðar fréttir frá lækni hans um að hann mætti spila fótbolta á ný setti boltann af stað í fjölmiðlum í Argentínu. Sergio Aguero denied reports that he will come out of retirement to train with Carlos Teves's Independiente.Tevez recently said he would welcome Aguero with open arms "Even if it's 10 or 15 minutes." pic.twitter.com/TpWyK49eZA— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2024 „Stundum býr fólk bara til hluti. Ég vil ítreka það að hjartalæknir minn segir að allt sé í góðu með mig. Það er mikilvægt að heilsan mín sé góð. En að fara að æfa aftur með liði í efstu deild. Ég hefði þurft að fara í fjölda prófa áður en slíkt gerist,“ sagði Aguero. Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi. Hann hóf hins vegar feril sinn með Independiente. Aguero hafði grínast með það á Twitch að hann þyrfti að ráðfæra sig við hjartalækninn sinn ef Carlos Tevez, þjálfari Independiente, myndi hringja í hann. Tevez svaraði því að félagið tæki á móti Aguero með opnum örmum. „Hver myndi ekki vilja hafa Kun? Fyrst sem liðsfélagi og nú sem þjálfari. Jafnvel þótt að það séu bara tíu eða fimmtán mínútur,“ sagði Carlos Tevez. Allt fór í framhaldinu á mikið flug í argentínskum miðlum en nú hefur Aguero komið hlutunum á hreint. Hann er ekki að fara að spila alvöru fótbolta aftur. Argentína Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira
Orðrómur fór af stað í vikunni um að Aguero ætlaði að taka skóna af hillunni og byrja aftur að spila fótbolta í heimalandinu. Aguero setti fótboltaskóna upp á hillu í desember 2021 en hann var þá leikmaður Barcelona. Ástæðan voru hjartsláttartruflanir sem þvinguðu hann til að hætta aðeins 33 ára gamall. „Þetta er algjör lygi. Ég er ekki að fara að æfa með Independiente,“ sagði Aguero. Góðar fréttir frá lækni hans um að hann mætti spila fótbolta á ný setti boltann af stað í fjölmiðlum í Argentínu. Sergio Aguero denied reports that he will come out of retirement to train with Carlos Teves's Independiente.Tevez recently said he would welcome Aguero with open arms "Even if it's 10 or 15 minutes." pic.twitter.com/TpWyK49eZA— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2024 „Stundum býr fólk bara til hluti. Ég vil ítreka það að hjartalæknir minn segir að allt sé í góðu með mig. Það er mikilvægt að heilsan mín sé góð. En að fara að æfa aftur með liði í efstu deild. Ég hefði þurft að fara í fjölda prófa áður en slíkt gerist,“ sagði Aguero. Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi. Hann hóf hins vegar feril sinn með Independiente. Aguero hafði grínast með það á Twitch að hann þyrfti að ráðfæra sig við hjartalækninn sinn ef Carlos Tevez, þjálfari Independiente, myndi hringja í hann. Tevez svaraði því að félagið tæki á móti Aguero með opnum örmum. „Hver myndi ekki vilja hafa Kun? Fyrst sem liðsfélagi og nú sem þjálfari. Jafnvel þótt að það séu bara tíu eða fimmtán mínútur,“ sagði Carlos Tevez. Allt fór í framhaldinu á mikið flug í argentínskum miðlum en nú hefur Aguero komið hlutunum á hreint. Hann er ekki að fara að spila alvöru fótbolta aftur.
Argentína Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Sjá meira