„Ég vona við mætum með kassann úti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 16:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir fagnar sigri með Fram. Vísir/Hulda Margrét Reynsluboltinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er klár í slaginn fyrir kvöldið þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Svíum í undankeppni EM 2024. Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Þetta er þriðji leikur þjóðanna í baráttunni um sæti á Evrópumótinu í desember en tvö lið komast á EM. Hin liðin í riðlinum eru Færeyjar og Lúxemborg sem íslensku stelpurnar unnu í október. Eftir það unnu íslensku stelpurnar Fortsetabikarinn á HM í Noregi og Danmörku. „Það er gaman að koma aftur saman. Við vorum bara að hittast núna og það er stutt í leik. Það var farið beint á mjög krefjandi vídeófund. Bara beint í djúpu laugina aftur og það er bara spenningur,“ sagði Þórey Rósa í viðtali við Val Pál Eiríksson, eftir æfingu liðsins í vikunni. Það reyndi á stelpurnar á vídeófundinum hjá Arnari Péturssyni þjálfara. En hvað var svona krefjandi við hann? Klippa: Ég vona við mætum með kassann úti „Bara mjög mörg atriði sem hann fór yfir í sóknarleik Svía og þær eru eitt af topp tíu liðum í heimi. Þetta er verðugur andstæðingum sem við mætum strax á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey Rósa. Það er ekkert grín að eiga við þetta sænska lið? „Nei, þær eru mjög góðar. Við höfum spilað við þær oft í gegnum tíðina og oft náð að narta í þær. Ég vona við mætum með kassann úti og gefum þeim alvöru leik á heimavelli,“ sagði Þórey. Það eru breytingar á íslenska hópnum frá því á HM í desember. Meiðsli og ólétta. „Það voru líka margir ungir, óreyndir leikmenn með okkur á HM, alla vega á stórmótum. Við fórum nokkuð vel með fannst mér. Við erum búin að byggja upp breiðan hóp. Það eru alltaf nýir ungir leikmenn sem koma inn og líta mjög vel út. Við erum að auka breiddina og það er bara jákvætt,“ sagði Þórey. Hvað ætlar íslenska liðið að taka út úr þessum leikjum við Svía? „Auðvitað stefnir maður alltaf á sigur í öllum leikjum. Eins og þjálfarasvarið væri örugglega að einblína á okkar eigin frammistöðu. Ég fer alltaf í leiki til að vinna og gera það örugglega á heimavelli á miðvikudaginn (í kvöld),“ sagði Þórey. Æfingin fór fram í Safamýrinni sem var einu sinni Framhúsið en en nú allt þar í Víkingslitunum. Þórey Rósa er Framari og þetta var örugglega skrýtið fyrir hana. „Þetta fer þessu húsi ekkert sérstaklega vel ef þú spyrð mig en það er mjög gaman að koma í Safamýrina. Það er mikill heimilisbragur í Safamýrinni og manni líður alltaf vel hérna niðri á gólfi,“ sagði Þórey.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita