Meistararnir í Chiefs gefa eiganda sínum falleinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 14:31 Travis Kelce og félagar í Kansas City Chiefs eru ekki sáttir með eiganda félagsins. Getty/Luke Hales Kansas City Chiefs hefur unnið Ofurskálina tvö ár í röð en félagið kom engu að síður skelfilega út úr nýrri leikmannakönnun NFL-deildarinnar. Leikmenn úr öllum 32 liðunum svöruðu spurningum um félagið sitt hvað varðar aðstöðu, ferðalög, þjálfara, utanumhald, þjónustu við fjölskyldumeðlimi, matsalinn, æfingasalinn, styrktarþjálfara og allt mögulegt sem félagið ber ábyrgð á að sé í lagi. Alls var spurt út í ellefu þætti og alls tóku 1.700 leikmenn þátt í þessari árlegu könnun. Meistararnir í Chiefs enduðu með næstverstu einkunnina af öllum liðum deildarinnar. Það var aðeins Washington Commanders sem endaði neðar. JC Tretter, forseti leikmannasamtakanna, sagði leikmenn Chiefs vera mjög ósátta með aðgerðaleysi eiganda félagsins. Asked NFLPA president JC Tretter about Chiefs' NFLPA low grade (31st overall). He said team and specifically ownership did not follow through on its promises to players for a new locker room after 2022 season. Tretter said players were told that the Chiefs played too long in — Jesse Newell (@jessenewell) February 28, 2024 Hann sagði meðal annars að félagið hafi ekki staðið við loforð sitt um að taka búningsklefana í gegn en þeir eru komnir vel til ára sinn á Arrowhead leikvanginum. Leikvangurinn þarf almennt á uppfærslu að halda enda einn sá elsti í deildinni. Það var hins vegar ekki staðið við það loforð að taka búningsklefann í gegn og ástæðan sem var gefin var að liðið hafi farið of langt í úrslitakeppninni og því hafi ekki verið tími til að fara í framkvæmdir. „Ég held að það sé mikill pirringur í klefanum. Leikmennirnir segja: Við höldum áfram að vinna Super Bowl leiki en það skilar sér ekkert til okkar. Það er ekkert forgangi hvað varðar að gera líf okkar betra,“ hafði JC Tretter eftir leikmönnum Chiefs. Það skal þó tekið fram að ekki var þjálfaraeinkunnin að draga Chiefs liðið niður því Andy Reid þjálfari fékk hæstu einkunn af öllum þjálfurum. Bestu heildareinkunn liða frá leikmönnum fengu lið Miami Dolphins og Minnesota Vikings. Þau voru líka í efstu sætunum árið á undan en þá voru Víkingarnir aftur á móti í fyrsta sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira
Leikmenn úr öllum 32 liðunum svöruðu spurningum um félagið sitt hvað varðar aðstöðu, ferðalög, þjálfara, utanumhald, þjónustu við fjölskyldumeðlimi, matsalinn, æfingasalinn, styrktarþjálfara og allt mögulegt sem félagið ber ábyrgð á að sé í lagi. Alls var spurt út í ellefu þætti og alls tóku 1.700 leikmenn þátt í þessari árlegu könnun. Meistararnir í Chiefs enduðu með næstverstu einkunnina af öllum liðum deildarinnar. Það var aðeins Washington Commanders sem endaði neðar. JC Tretter, forseti leikmannasamtakanna, sagði leikmenn Chiefs vera mjög ósátta með aðgerðaleysi eiganda félagsins. Asked NFLPA president JC Tretter about Chiefs' NFLPA low grade (31st overall). He said team and specifically ownership did not follow through on its promises to players for a new locker room after 2022 season. Tretter said players were told that the Chiefs played too long in — Jesse Newell (@jessenewell) February 28, 2024 Hann sagði meðal annars að félagið hafi ekki staðið við loforð sitt um að taka búningsklefana í gegn en þeir eru komnir vel til ára sinn á Arrowhead leikvanginum. Leikvangurinn þarf almennt á uppfærslu að halda enda einn sá elsti í deildinni. Það var hins vegar ekki staðið við það loforð að taka búningsklefann í gegn og ástæðan sem var gefin var að liðið hafi farið of langt í úrslitakeppninni og því hafi ekki verið tími til að fara í framkvæmdir. „Ég held að það sé mikill pirringur í klefanum. Leikmennirnir segja: Við höldum áfram að vinna Super Bowl leiki en það skilar sér ekkert til okkar. Það er ekkert forgangi hvað varðar að gera líf okkar betra,“ hafði JC Tretter eftir leikmönnum Chiefs. Það skal þó tekið fram að ekki var þjálfaraeinkunnin að draga Chiefs liðið niður því Andy Reid þjálfari fékk hæstu einkunn af öllum þjálfurum. Bestu heildareinkunn liða frá leikmönnum fengu lið Miami Dolphins og Minnesota Vikings. Þau voru líka í efstu sætunum árið á undan en þá voru Víkingarnir aftur á móti í fyrsta sætinu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NFL Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Efnilegur leikmaður lést í bílslysi Bitinn og klóraður af ketti nágrannans Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sjá meira