Yfirvöld í Transnistríu biðla til Rússa um aðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. febrúar 2024 08:44 Fulltrúaþing Transnistríu samþykkti í gær að biðla til Rússa um aðstoð vegna efnahagslegs „þrýstings“ frá Moldóvu. AP Bandaríkjamenn segjast fylgjast grannt með þróun mála í Transnistríu, eftir að yfirvöld á sjálfsstjórnarsvæðinu biðluðu til Rússa um „vernd“. Transnistría er svæði innan Moldóvu sem hefur verið „sjálfstætt“ í þrjá áratugi með stuðningi frá Rússlandi. Þúsundir rússneskra hermanna hafa haft fasta viðverðu á svæðinu frá átökum árið 1992. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa verið uppi áhyggjur um að Rússar notuðu Transnistríu til að sækja fram inn í vesturhluta Úkraínu, í átt að Odessa. Fulltrúaþing Transnistríu biðlaði, sem fyrr segir, til Rússa í gær um aðstoð til að standast efnahagslegan „þrýsting“ frá Moldóvu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti mun ávarpa rússneska þingið í dag og menn spyrja sig nú að því hvort hann hyggist nota tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við Transnistríu. Stjórnvöld í Moldóvu segja umleitan Transnistríu tilraun til að komast í heimsfréttirnar. Boðað var til fundarins í Transnistríu í gær eftir að yfirvöld í Moldavíu sögðust myndu rukka fyrirtæki á svæðinu um innflutningsgjöld frá og með janúar. Rússar svöruðu beiðni Transnistríu um aðstoð á þann veg að það væri eitt af forgangsmálum Rússa að standa vörð um landsvæðið. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í gær að með tilliti til aukinnar ásækni Rússa í Evrópu fylgdust Bandaríkjamenn náið með þróun mála í Transnistríu og á svæðinu í heild. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Rússland Moldóva Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Transnistría er svæði innan Moldóvu sem hefur verið „sjálfstætt“ í þrjá áratugi með stuðningi frá Rússlandi. Þúsundir rússneskra hermanna hafa haft fasta viðverðu á svæðinu frá átökum árið 1992. Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa verið uppi áhyggjur um að Rússar notuðu Transnistríu til að sækja fram inn í vesturhluta Úkraínu, í átt að Odessa. Fulltrúaþing Transnistríu biðlaði, sem fyrr segir, til Rússa í gær um aðstoð til að standast efnahagslegan „þrýsting“ frá Moldóvu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti mun ávarpa rússneska þingið í dag og menn spyrja sig nú að því hvort hann hyggist nota tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við Transnistríu. Stjórnvöld í Moldóvu segja umleitan Transnistríu tilraun til að komast í heimsfréttirnar. Boðað var til fundarins í Transnistríu í gær eftir að yfirvöld í Moldavíu sögðust myndu rukka fyrirtæki á svæðinu um innflutningsgjöld frá og með janúar. Rússar svöruðu beiðni Transnistríu um aðstoð á þann veg að það væri eitt af forgangsmálum Rússa að standa vörð um landsvæðið. Matthew Miller, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í gær að með tilliti til aukinnar ásækni Rússa í Evrópu fylgdust Bandaríkjamenn náið með þróun mála í Transnistríu og á svæðinu í heild. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Rússland Moldóva Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira