Engar viðvaranir gefnar út og óttast ekki vatnsskort Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. febrúar 2024 14:00 Svali Kaldalóns hjá Tenerifeferðum segir íbúa almennt ekki óttast vatnsskort. vísir/magnús hlynur Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur. Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól. Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól.
Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira