Eftir að Freyr hætti hjá Lyngby til að taka við Kortrijk í Belgíu var Norðmaðurinn Magne Hoseth ráðinn þjálfari liðsins. Hann hafði gert frábæra hluti með KÍ Klaksvík og kom færeyska liðinu meðal annars í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Hoseth þarf nú að leita sér að nýrri vinnu því hann hefur verið rekinn frá Lyngby. Uppsögnin hefur þó ekkert með úrslit að gera. Hoseth stýrði Lyngby í tveimur leikjum sem báðir töpuðust.
Í yfirlýsingu frá Lyngby segir að Hoseth hafi ekki notið stuðnings leikmanna né þjálfarateyminu. Því hafi forráðamenn Lyngby séð sig knúna til að segja honum upp.
LYNGBY BOLDKLUB TAGER AFSKED MED MAGNE HOSETH
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) March 1, 2024
Lyngby Boldklub har i dag valgt at stoppe samarbejdet med cheftræner Magne Hoseth. Beslutningen har intet med resultaterne at gøre, men er alene et spørgsmål om et fejlskøn fra klubbens side.
Vi takker Magne Hoseth for indsatsen pic.twitter.com/ARWas49M5O
Þrír Íslendingar leika með Lyngby, þeir Sævar Atli Magnússon, Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Birgir Finnsson. Lyngby er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn botnliði Hvidovre á sunnudaginn.