Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 14:55 Unnið að því að verka hval hjá Hval hf.. Vísir/Egill Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska. Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira