Hún lést á heimili sínu í Palm Beach í Flórída-ríki Bandaríkjanna í gær, samkvæmt upplýsingum frá talsmanni hennar.
Apfel átti að baki sér glæstan feril í fata-og innanhússhönnun þrátt fyrir að hafa ekki náð frægðum fyrr en á níræðisaldri, þegar sýning á fatasafni hennar var haldin í Metropolitan safninu í New York árið 2005.
Sýningin vakti heimsathygli og í kjölfarið hefur verið gerð heimildarmynd um Apfel, auk þess sem hún hefur komið fram í auglýsingum H&M, eBay og Citroën. Þá hefur verið gerð Barbie dúkka til heiðurs henni.
Apfel var þekkt fyrir skrautlegt og einkennandi útlit sitt, hvítt stutt hár, stór kringlótt gleraugu og umfangsmikla skartgripi. Fimm ár eru síðan Apfel skrifaði undir samning hjá módelskrifstofunni IMG Models, en ofurfyrirsæturnar Gigi Hadid og Karlie Kloss eru meðal fulltrúa skrifstofunnar.