Horner heldur áfram að hneyksla og gæti misst starfið Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. mars 2024 11:30 Christian Horner hefur fagnað ófáum sigrum sem liðsstjóri Red Bull en gæti nú verið vísað úr starfi Clive Rose/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull í Formúlu 1 síðan 2005, gæti átt í hættu að missa starf sitt eftir að kynferðisleg smáskilaboð og myndir sem hann sendi samstarfskonu sinni láku á netið. Red Bull gaf það út á miðvikudag að rannsókn á óviðeigandi hegðun hans í garð samstarfskonu hjá Red Bull væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Aðeins um sólarhring síðar, á fimmtudag, láku á netið smáskilaboð og myndsendingar, kynferðislegar í eðli, sem Horner hafði sent samstarfskonunni. Skilaboðunum var lekið með nafnlausum tölvupósti til fjölmiðla og fjölda aðila innan Formúlu 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandsins. Þau bárust til Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA, sem sagði þetta „skaða íþróttina auk þess að vera skaðlegt frá mannlegu sjónarmiði“. 🗣️ "It's not our business."Red Bull's Max Verstappen comments on how allegations against team principal Christian Horner have affected the team. pic.twitter.com/UBDGZiNI0e— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2024 Horner hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og ekki tjáð sig frekar. Toto Wolff og Zak Brown hjá Mercedes og McLaren hafa kallað eftir auknu gagnsæi og óskað eftir því að Red Bull opinberi rannsókn sína. Greint hefur verið frá því að Geri Halliwell, fyrrum kryddpía og eiginkona Horner, hyggist skilja við eiginmann sinn. Enn er óljóst hvað verður um Horner, hjónaband hans og hvort hann haldi stöðu sinni hjá Red Bull. FIA og Formúla 1 munu nú sjálf rannsaka málið, finnist hann brotlegur verður Horner að öllum líkindum vikið úr starfi og bannað að starfa fyrir önnur aðildarfélög FIA. Red Bull bílarnir bruna af stað í Barein, fyrsta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30. Akstursíþróttir Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Red Bull gaf það út á miðvikudag að rannsókn á óviðeigandi hegðun hans í garð samstarfskonu hjá Red Bull væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Aðeins um sólarhring síðar, á fimmtudag, láku á netið smáskilaboð og myndsendingar, kynferðislegar í eðli, sem Horner hafði sent samstarfskonunni. Skilaboðunum var lekið með nafnlausum tölvupósti til fjölmiðla og fjölda aðila innan Formúlu 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandsins. Þau bárust til Mohammed Ben Sulayem, forseta FIA, sem sagði þetta „skaða íþróttina auk þess að vera skaðlegt frá mannlegu sjónarmiði“. 🗣️ "It's not our business."Red Bull's Max Verstappen comments on how allegations against team principal Christian Horner have affected the team. pic.twitter.com/UBDGZiNI0e— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 2, 2024 Horner hefur sjálfur neitað öllum ásökunum og ekki tjáð sig frekar. Toto Wolff og Zak Brown hjá Mercedes og McLaren hafa kallað eftir auknu gagnsæi og óskað eftir því að Red Bull opinberi rannsókn sína. Greint hefur verið frá því að Geri Halliwell, fyrrum kryddpía og eiginkona Horner, hyggist skilja við eiginmann sinn. Enn er óljóst hvað verður um Horner, hjónaband hans og hvort hann haldi stöðu sinni hjá Red Bull. FIA og Formúla 1 munu nú sjálf rannsaka málið, finnist hann brotlegur verður Horner að öllum líkindum vikið úr starfi og bannað að starfa fyrir önnur aðildarfélög FIA. Red Bull bílarnir bruna af stað í Barein, fyrsta kappakstri tímabilsins í Formúlu 1. Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30.
Akstursíþróttir Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira