Þurfa sinn besta leik til þess að fá svörin Aron Guðmundsson skrifar 2. mars 2024 11:43 Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson íbygginn á hliðarlínunni. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir ógnarsterku liði Svíþjóðar á útivelli í undankeppni EM 2024 í dag. Fyrri leik liðanna lauk með þrettán marka sigri Svía, sem hafa yfir að skipa einu besta landsliði í heimi. Þetta eru hins vegar leikirnir sem íslenska liðið vill fá, segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands. Liðið þurfi að ná fram sínum besta leik í dag til þess að hann nýtist okkur í framhaldinu. Flautað verður til leiks í Svíþjóð klukkan eitt og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Vísi nú skömmu fyrir hádegi og fór yfir stöðuna en Ísland hefur farið vel af stað í undankeppninni. Liðið vann fyrstu tvo leiki sína, tapaði þeim þriðja á móti Svíþjóð fyrir nokkrum dögum síðan en situr í 2.sæti síns riðils. Sæti sem mun gefa þátttökurétt á EM undir lok árs þegar talið verður upp úr pokanum í lok undankeppninnar. Úr leik Íslands og Svíþjóðar hér heima á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Arnar byrjaði á því að fara yfir frammistöðu íslenska landsliðsins í síðasta leik gegn Svíum hér heima fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir þrettán marka tap var margt gott að finna í leik íslenska liðsins sem er í ákveðnum uppbyggingarfasa. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af því sem var að gerast lengst af í þeim leik,“ segir Arnar við Vísi. „Mér fannst við vera þrælöflugar. Gera margt vel lengst af í leiknum en lokakaflinn var svo bara eins og hann var. Nálgunin á leik dagsins í dag er því sú að við einblínum á það sem við vorum að gera vel í síðasta leik. Horfum í þessa góðu frammistöðu sem við sýndum í rúmar fjörutíu mínútur og ætlum okkur að reyna byggja ofan á það. Gera enn betur.“ Þar skiptir góð byrjun lykilmáli upp á sjálfstraust og annað að gera. „Það er mjög mikilvægt að við séum að byrja vel upp á að auðvelda allt sem að í framhaldinu kemur. Við þurfum líka, og höfum séð það í okkar leikjum á móti svona sterkum þjóðum, að vanda okkur. Halda vel í boltann, losa okkur vel við hann og koma okkur heim. Áherslan verður svolítið þar líka í dag. Að við pössum upp á boltann, en á sama tíma án þess að við séum eitthvað að gefa eftir í þeim árásum sem við erum að fara í. Við þurfum að hafa hugrekki í það áfram að sækja í þau færi sem okkur gefast.“ Allar klárar í slaginn Nokkrir sterkir póstar eru fjarverandi í liði Íslands en þeir leikmenn sem mynda landsliðshópinn í dag eru þó allar heilar og klárar í slaginn. „Þetta er spennandi hópur sem ég er með í höndunum og mjög gaman að vinna með þeim. Við horfum bara jákvætt á þetta. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn og við munum fá fullt af svörum. Fáum helling út úr þessu.“ Úr leik Íslands og Svíþjóðar hér heima á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Við þurfum náttúrulega ekkert að fara í einhverjar grafgötur með þá staðreynd að þetta sænska lið er eitt af þeim bestu í heimi og alltaf erfitt að við séum að fara sækja úrslit á móti svona liði, hvað þá á útivelli. En eru þetta ekki akkúrat leikirnir sem íslenska liðið þarf á þessum tímapunkti, á móti svona stærri þjóðum, upp á að keyra á þetta og setja reynsluna svo í bankann upp á framtíðina að gera? „Jú. Það er alveg hárrétt hjá þér. Það er algjörlega málið. Við viljum máta okkur við þessar þjóðir og vitum að þær standa töluvert framar en við í dag. En ef við horfum í frammistöðuna, horfum í það að reyna hámarka allt það sem við erum að gera. Þá fáum við alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við þurfum að ná mjög góðum leik til þess að fá eitthvað út úr þessu. Þurfum að mæta vel og spila okkar besta leik til þess að fá svörin, til þess að þetta nýtist okkur. Það er það sem við ætlum okkur að gera í dag. Það er engin spurning.“ Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Flautað verður til leiks í Svíþjóð klukkan eitt og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Vísi nú skömmu fyrir hádegi og fór yfir stöðuna en Ísland hefur farið vel af stað í undankeppninni. Liðið vann fyrstu tvo leiki sína, tapaði þeim þriðja á móti Svíþjóð fyrir nokkrum dögum síðan en situr í 2.sæti síns riðils. Sæti sem mun gefa þátttökurétt á EM undir lok árs þegar talið verður upp úr pokanum í lok undankeppninnar. Úr leik Íslands og Svíþjóðar hér heima á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Arnar byrjaði á því að fara yfir frammistöðu íslenska landsliðsins í síðasta leik gegn Svíum hér heima fyrir nokkrum dögum. Þrátt fyrir þrettán marka tap var margt gott að finna í leik íslenska liðsins sem er í ákveðnum uppbyggingarfasa. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af því sem var að gerast lengst af í þeim leik,“ segir Arnar við Vísi. „Mér fannst við vera þrælöflugar. Gera margt vel lengst af í leiknum en lokakaflinn var svo bara eins og hann var. Nálgunin á leik dagsins í dag er því sú að við einblínum á það sem við vorum að gera vel í síðasta leik. Horfum í þessa góðu frammistöðu sem við sýndum í rúmar fjörutíu mínútur og ætlum okkur að reyna byggja ofan á það. Gera enn betur.“ Þar skiptir góð byrjun lykilmáli upp á sjálfstraust og annað að gera. „Það er mjög mikilvægt að við séum að byrja vel upp á að auðvelda allt sem að í framhaldinu kemur. Við þurfum líka, og höfum séð það í okkar leikjum á móti svona sterkum þjóðum, að vanda okkur. Halda vel í boltann, losa okkur vel við hann og koma okkur heim. Áherslan verður svolítið þar líka í dag. Að við pössum upp á boltann, en á sama tíma án þess að við séum eitthvað að gefa eftir í þeim árásum sem við erum að fara í. Við þurfum að hafa hugrekki í það áfram að sækja í þau færi sem okkur gefast.“ Allar klárar í slaginn Nokkrir sterkir póstar eru fjarverandi í liði Íslands en þeir leikmenn sem mynda landsliðshópinn í dag eru þó allar heilar og klárar í slaginn. „Þetta er spennandi hópur sem ég er með í höndunum og mjög gaman að vinna með þeim. Við horfum bara jákvætt á þetta. Þetta er tækifæri fyrir leikmenn og við munum fá fullt af svörum. Fáum helling út úr þessu.“ Úr leik Íslands og Svíþjóðar hér heima á dögunum.Vísir/Hulda Margrét Við þurfum náttúrulega ekkert að fara í einhverjar grafgötur með þá staðreynd að þetta sænska lið er eitt af þeim bestu í heimi og alltaf erfitt að við séum að fara sækja úrslit á móti svona liði, hvað þá á útivelli. En eru þetta ekki akkúrat leikirnir sem íslenska liðið þarf á þessum tímapunkti, á móti svona stærri þjóðum, upp á að keyra á þetta og setja reynsluna svo í bankann upp á framtíðina að gera? „Jú. Það er alveg hárrétt hjá þér. Það er algjörlega málið. Við viljum máta okkur við þessar þjóðir og vitum að þær standa töluvert framar en við í dag. En ef við horfum í frammistöðuna, horfum í það að reyna hámarka allt það sem við erum að gera. Þá fáum við alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við þurfum að ná mjög góðum leik til þess að fá eitthvað út úr þessu. Þurfum að mæta vel og spila okkar besta leik til þess að fá svörin, til þess að þetta nýtist okkur. Það er það sem við ætlum okkur að gera í dag. Það er engin spurning.“
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira