Thelma hitti úr 14 af 15 þriggja stiga skotum og vann keppni kynjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 10:00 Thelma Dís Ágústsdóttir er mikil skytta eins og hún sýndi um helgina. Vísir/Hulda Margrét Keflvíska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir er mjög öflug þriggja stiga skytta og það sýndi hún í verki á Nettómótinu un helgina. Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira
Thelma Dís var auðvitað ekki að keppa á sjálfu mótinu, enda lykilmaður í bæði toppliði Keflavíkur og íslenska landsliðinu og Nettómótið er fyrir yngsta körfuboltafólkið okkar. Mikilvægur hluti af mótinu er hins vegar lokahófið í Blue-höllinni í Keflavík þar sem allir krakkarnir safnast saman og boðið er upp á skemmtiatriði eins og tónlistaratriði og körfuboltatilþrif. Klippa: Skotsýning Thelmu Það vantaði ekki körfuboltatilþrifin því meðal þess sem var boðið upp í ár var þriggja stiga skotkeppni sem Thelma Dís pakkaði saman. Hún hitti úr 14 af 15 skotum sínum í úrslitunum sem er svakaleg hittni. Thelma vann undanúrslit stelpnanna á móti Söru Rún Hinriksdóttur úr Keflavík og Njarðvíkingunum Önnu Lilju og Láru Ösp Ásgeirsdætrum. Hjá körlunum komst Keflvíkingurinn Igor Maric í úrslit en hann vann undanúrslit karlanna þar sem Njarðvíkingurinn Chaz Williams var meðal keppenda. Igor átti hins vegar engin svör við svakalegri skotnýtingu Thelmu í úrslitunum. Krakkarnir fylltu húsið og sköpuðu frábæra stemmningu í kringum keppnina. Thelma kveikti síðan í netinu og húsinu með skotsýningu sinni. „Mér fannst þetta bara mjög gaman og geggjað að sjá svona marga krakka. Man náttúrulega bara eftir því að hafa verið þarna sjálf sem keppandi á Nettómótinu að fylgjast með þessum keppnum og fannst þetta allt svo geggjað,“ segir Thelma Dís í stuttu spjalli við Vísi. Sabrina Ionescu á metið á stjörnuleik NBA og WNBA því hún hitti úr 25 af 27 þriggja stiga skotum á sínum tíma sem gerir ótrúlega 92,6 prósent nýtingu. Nýting Thelmu var aftur á móti 93,3 prósent. Sabrina tapaði einmitt skotkeppni kynjanna á móti Stephen Curry á Stjörnuhelgi NBA í ár. Bjarki Ármann Oddsson var í Blue höllinni og tók upp þetta myndband hér fyrir neðan af skotsýningu Thelmu.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Sjá meira